19.10.2008 | 19:40
Helgin
Helgin lofaði góðu og stóð við það. Það var rosalega gaman á kóræfingu í gær. Við byrjuðum á að raddæfa Jólaoratoríuna og síðan var æft það sem við flytjum á tónleikum og messu um næstu helgi og eftir þrjár vikur. Verk eftir Huga Guðmundsson - sem verður frumflutt - og svo eldra verk eftir Pál Pamplicher og fleiri.
Ég kom heim um 17:00 eftir eina kollu með nokkrum kórfélögum. Gulli kom heim um 19:00 og mágurinn bauð upp á yndælis bógsteig.
Ég naut morgunsins yfir dagblöðum og öðrum lestri og húsið var einkennilega hljótt því Gulli var að vinna og báðar stelpurnar voru á æfingu úti í skóla fyrir Skrekk 2008.
Ég fór síðan í WC og gekk í hálftíma og synti síðan í rólegheitum 500 metra.
Við mæðgurnar fórum síðan til mömmu í sviðastultu og rófustöppu. Algjört sælgæti. Nú bíðum við eftir að Svartir Englar hefjist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.