18.10.2008 | 10:13
Stundin er runnin upp!!!
Jamm og já - við hjón byrjuðum í World Class í gær....
Hvorugt okkar hefur stundað skipulagða líkamsrækt svo árum skipti en núna er komið að því.
Enda engin afsökun lengur - stelpurnar orðnar ótrúlega sjálfbjarga og orðnar talsvert strætófærar. Svo fengu starfsmenn RUV og makar tilboð frá WC sem ekki er hægt að hafna. Og ég hef tíma. Ekki spurning.
Við fórum og gengum á bretti í gær. Byrja rólega. Ég gekk í hálftíma 2.5km og synti svo 300 metra og fór í heitan pott. Gulli gekk í þrjú korter. Við erum reyndar frekar góð til gangs eftir að við gengum Kína þvert og endilangt.
Við vorum öll í aktíviteti á sama tíma; Anna Kristín í trompleikfimi, Bryndís í karate og við í WC. Síðan vorum við öll samferða heim.
Nú bíður langur kóræfingadagur. Kellur á raddæfingu frá 10:30 - 12:00 og kallar frá 12:00 - 13:30. Síðan allir saman frá 14:00 til 16:00. Þetta er dásamlega skemmtilegt.
Svei mér ef ég fer ekki og fæ mér einn lítinn ásamt félögum eftir æfingu. Gulli er að vinna og Siggi mágur ætlar að elda fyrir okkur bógsteig.
Enn ein góð helgin í startholunum.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta upphaf, þið eruð auðvitað dásamleg eins og þið eruð, en ég veit að ykkur líður enn betur ef þið stundið reglulega hreyfingu, það er að minnsta kosti mín reynsla.
Helga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.