Helgin mín góða

Eftir vinnu  á föstudag keyrðum við hjón í Hestlandið og vorum komin á Evu- og Adamsklæðum í heitan pott rétt uppúr 19:00. Við áttum síðan rómó kvöld og borðuðum ost sem Gulli hafði keypt í Ostabúðinni. Með honum drukkum við Du Castale sem er rauðvín sem við höldum mjög uppá.

Við keyrðum heim gegnum Þingvelli og náðum síðust haustlitunum. Heima biðu stelpur og hér var fjör. Ari litli í pössun hjá Önnu Kristínu og þrjú ungmenni að æfa sig undir ræðunámskeið hjá þeirri yngri. Ari var sóttur af ömmu sinni og unglingarnir hurfu til síns heima yfir kvöldmata tímann en komu aftur og voru hér með flisserí og stuð til klukkan 22:00. Sú eldri í "geðveikt skemmtilegu" afmæli fram eftir kvöldi. Við Gulli horfðum á Holland - Ísland.

Eftir næðisstund með dagblöðunum í morgun fór ég  og söng við 11:00 messu í Dómkirkjunni. Fermingarbarnið með í för. Það verður að segjast að það er ekki leiðinlegt að byrja sunnudaginn á því að syngja Máríuvers Páls Ísólfssonar og Maríuson Hjálmars H. Ragnarssonar.

Ég og minn maður horfðum á Silfur Egils og stelpurnar fóru út í skóla á æfingu fyrir Skrekk.

Síðan tók við dágóð törn við heimilsverkin og þar létu þær ekki sitt eftir liggja unglingstúlkurnar mínir.

Síðan vorum við stelpurnar að koma úr slátri hjá mömmu og Wincie. Þvílíkt góðgæti. Hjálpi mér!

Er þetta ekki eiginlega uppskrift að góðrí helgi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur greinilega verið alveg úrvalshelgi. Vona að ég hafi það svona gott um næstu helgi því þessi er vinnuhelgi. Það er nú samt svo gaman í vinnunni hjá mér að mér finnst það allt í lagi.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:55

2 identicon

Jamm slátrið var nammigott og það var gaman að hitta ykkur elskurnar.

Maja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband