2.10.2008 | 10:55
Stríðsgælpur
Árásin á Dresden var mikill harmleikur. Borginni var rústað bara til að sýna hverir réðu nú virkilega og hverjir væru sigurvegarar. Fjöldi óbreyttra borgara lét lífið.
Stóri minnisvarðinn um þessa atburði er hin fagra krikja í Dresden. Þar söng ég með Dómkórnum í apríl undir stjórn Mareins H. Friðrikssonar sem einu sinni var lítill drengur í Meisen og man vel eftir þessum atburði
Segja mun færri hafa fallið í árásinni á Dresden 1945 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Öll stríð og allar árásir eru harmleikur.
Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 11:41
Þjóðverjar kusu yfir sig brjálæðingana í Nasistaflokknum og meirihluti þjóðarinnar studdi þá fram í rauðann dauðann þrátt fyrir að löngu hafi verið komið í ljós hversu mikill viðbjóður var í gangi. Þjóðin var gegnsýrð af gyðingahöturum og öðrum öfgamönnum.
Jói (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:59
Það er aldeilis blóð á tönnum þykir mér!!! Þetta var ekki nein sjálfsvörn. Þjóðverjar höfðu tapað fyrir bandamönnum þegar árásin var gerð. Og gleymið ekki því að það voru engin hernaðarmannvirki í Dresden.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 2.10.2008 kl. 15:34
Laizzes-Faire og Jóhannes hér að ofan eru greinilega einfaldir kjánar í besta falli. Það að Þjóverjar hafi byrjar stríðið breytir engu um það að það var stríðsglæpur að sprengja niður Dresden og drepa tugþusundir saklausra borgara. Voru börnin sem þar voru drepin kannski "gegnsýrðir gyðingahatarar". Árásin á Dresden var þar að auki með öllu óþörf og hafði enga hernaðarlega þýðingu - annað en það að drepa fólk að óþörfu. Þýskaland var búið að tapa stríðinu og það vissu allir.
Þeir vilja væntanlega halda því fram með sömu rökum að það sé í lagi að drepa tugþúsundir í USA af því að þeir hófu stríðið í Írak.
Babbitt (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:38
en Laizzí, viðurkennir kannski samt að stríðið var búið, hver var hættan frá Dresden sem réttlætti árásirnar á fullt af börnum (nevermænd það að slatti af fullorðna fólkinu þarna, kannski megnið, ekki veit ég, hafi stutt nasista af heilum hug)?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.