Jarðarför kisu litlu

Það var heldursorgbitinn hópur sem stóð í garðinum á Snekkjuvoginum á laugardag. Þar var litla kisan hennar mömmu minnar jörðuð. Mamma mín var einungis búin að eiga litla skottið Friðþjóf í tæpan mánuð þegar hann dó. Þetta var eðalköttur frá þeim Valgeiri og Gunnu á Vatni á Höfðaströnd. Náskyldur Soffíu minni. Lítill hnoðri sem var mömmu minni félagsskapur og kúrði hjá henni á kvöldin. Áfall fyrir mömmu sem er orðin 82ja ára gömul og hleypti loks í sig kjarki til að fá kisu.

Nú sitja þeir sama á himnum kisa og pabbi minn og tala um hvað mamma mín sé góð kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.9.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er alltaf sorglegt að missa gæludýr - samúðarkveðja til mömmu þinnar Kristín mín.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.9.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... ég held hún mamma þín ætti að fá sér annan kött.  Mikill félagsskapur að þeim fyrir fólk á þessum aldri.

Og... svo fáið þið samúðarkveðju út af litla kisa.

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, aumingja kisa og aumingja mamma þín. Vonandi fær hún sér bara nýja kisu.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég þakka hlýjar kveðjur.....en ég held að mamma hreinlega leggi ekki í að fá sér aðra kisu.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband