Sara Palin

Hvernig er hægt að taka manneskju alvarlega sem trúir sköpunarsögunni?

Mikið eru repúblikanar á vitlausri leið ef þeir halda að Palin sé eitthvað sem hægt sé að jafna saman við Clinton.

Og nú held ég að það sé alvarlega að koma í hausinn á henni að vilja ekki kynfræðslu í skólum.

Mér þykir þetta val rebúblikanan á varaforsetaefni sorglegt og alvarlegt.


mbl.is Cindy McCain tekur ekki undir skoðanir Palins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Ellert Guðmundsson

mikið ert þú vitlaus að fylgja bara öllum hinum vegna þess að það er ekki vinsælt að trúa á sköpunarkenninguna núna.

John McCain fyrir forseta, því ekki viljum við múslima. 

Leifur Ellert Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 14:41

2 identicon

Er ekki fullmikið aðfullyrða að höfundur greinarinnar sé á móti sköpunarkenningunni aðeins vegna félagsþrýstings? Það þarf ekki mikla visku til að skjóta göt á sköpunarkenninguna vegna þess að köpunarkenningin er ekki vísindaleg kenning heldur óskyggja (sumra) trúaðra um að tilfinningar þeirra verði teknir vísindalega alvarlega. Á meðan engin haldbær vísindaleg rök koma fram sem gætu á einhvern hátt stutt sköpunarkenninguna verður að líta svo á að hún sé ófullnægjandi og af hverju ætti einhver að vilja að ófullnægjandi kenningar séu kenndar í skólum?

Ágúst Karlsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sammerkt með öllum trúarbrögðum að þau reyna að skýra upphaf heimsins og mannann. Til dæmis má taka Ask og Emblu. Eigum við bara ekki að fara að kenna um þau í skólunum? Ég er sammála þér, Kristín Björg, að það er ekki farsælt að fá svona afturhaldssama og forpokaða manneskju í eitt æðsta embætti í heimi.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, er í alvöru til svona hundheimskt fólk eins og þessi Leifur Ellert, eða er hann kannski tröll?  Vona það, hans vegna...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 17:00

5 identicon

Já ok! Tessi Palin er fáviti! Á móti kynfræðslu! og finst að konur sem vitað er tdað munu deija við að eiga börn geta bara drepist! og tetta á að vera varaforseti!

óli (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 18:20

6 identicon

Ég fæ í magann. Þekkirðu "múslima" Leifur? Hversu heimskur er hægt að vera? Mér verður bara illt.

Olga Clausen (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 22:43

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sorglegt Kristín, að sjá þig viðra svona lygar um Söru Palin. Svo tekið sé dæmi um fullyrðingu þína um að Sarah trúi Sköpunarsögunni, þá er sú fullyrðing röng. Hennar afstaða er að taka allar hugmyndir til umræðu í skólum.

Ég tel Þróunarkenninguna vera rétta, en ef hún þolir ekki að vera tekin til umræðu í skólum, er ekki mikið gagn að henni. Auðvitað á að stilla öðrum hugmyndum upp til samanburðar við Þróunarkenninguna og nemendur munu sannfærast um réttmæti hennar. Ef Þróunarkenningin verður bráð rétthugsunar og ef pukrast er með aðrar hugmyndir í skúmaskotum, er illa komið fyrir samfélögum sem byggja tilveru sína á vísindum.

Eftirfarandi tilvitnun er höfð eftir Palin og sem vísindamaður sé ég ekkert athugavert við hana:

Teach both. You know, don't be afraid of information. Healthy debate is so important and it's so valuable in our schools. I am a proponent of teaching both. And you know, I say this too as the daughter of a science teacher. Growing up with being so privileged and blessed to be given a lot of information on, on both sides of the subject -- creationism and evolution. It's been a healthy foundation for me. But don't be afraid of information and let kids debate both sides.

Til áréttingar vil ég segja: Kennarinn er alvaldur í skólastofunni og ef til kennslunnar eru ráðnir kennarar með alvöru vísindamenntun, eru litlar líkur að nemendur fari úr skólanum með ranghugmyndir á borð við Sköpunar-tilgátuna. Eins og ég hef áður sagt, á að ræða ranghugmyndirnar í skólanum, af fólki sem getur hrakið þær og alls ekki að láta þær afskiptalausar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.9.2008 kl. 01:10

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband