Ágætur hrekkur!

Við vorum einmitt við Terracotta hermennina í fyrradag. Við keyptum líka svona "kalla" fimm saman í öskju. Nú veit ég í hvað hægt er að nota þá......

En þessi her er hreint stórkostlegur. Fannst af þrem bændum í mars 1974. Tveir þeirra eru enn á lífi og sá yngri þeirra er 78 ára. Hann var gerður brottrækur í þorpinu nokkur eftir að fornleifarnar fundust því nágrannar hans voru svo reiðir honum fyrir að stuðla að því að landið þeirra var grafið upp.

Í laun frá ríkinu fékk hann sem svarar einum mánaðarlaunum.

Mörgum árum seinna var honum tekið sem þjóðhetju í þorpinu sínu því að fundurinn hefur bætt lífskjör bænda þarna mikið. Nú búa þeir í húsum sem byggð voru rétt við útgang safnsins og selja þar uppskeru sína og annað dót.

Þessi öldungur hefur nú vinnu við að sitja í einni af byggingum safnsins og skrifa nafnið sitt í bækur um safnið sem við túristar kaupum. Hann mætir svona þegar hann er upplagður og var einmitt þarna í fyrradag. Við keyptum að sjálfsöðu bók af kempunni og hann skrifaði nafnið sitt í hana.

Það er eina táknið sem hann kann að skrifa.


mbl.is Læddi leirher í fornleifaskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það sem mér finnst stórkostlegast að Kínverjar vita um annan svona her en ætla ekki að grafa hann upp fyrr en tækni til að varðveita hann lítur dagsins ljós. Þessi her skemmdist mikið við uppgröftinn og þeir vilja ekki taka sénsinn.

Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já - við sáum "pitt nr. 3" - það er ekki búið að grafa ofan af honum heldur beðið með það þar til hægt verður að vernda litina á hermönnunum. Liturinn á hinum hvarf á 2 - 3 tímum eftir að grafið hafði verið ofan af þeim.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband