Beijing - Sjanghæ - Yangtse - Xian

Þá erum við lent í Xian.

Það var dásamleg upplifun að sigla eftir Yangtse fljóti. Það er enn stórbrotið landslagið þó það sé svipur hjá sjón miðað við hversu gilin voru djúp áður en hafist var handa við að byggja stífluna umdeildu. Við skoðuðum stífluna og nánast umhverfi og þetta er þvílíkt mannvirki. Enda þurfti að flytja á brott yfir 1.300.000 manns. Við sigldum á minni bátum inn í þrengri gilin  - fjögurra tíma ævintýra sigling.

Farið okkar - Viktoria Katarina - var sko ekkert slor. Fínar káetur og hver með litlum svölum þar sem hægt var að sitja úti og virða fyrir sér landslagið. Ótrúlega góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Við vorum á borði með tveim áströlskum hjónum og einu bresku. Náðum vel saman og hlógum einhver ósköp. Á kvöldin var alltaf skemmtidagskrá sem var búin um 21:30 og þá var dansað í tryllingi í einn og hálfan tíma. Um  borð var hópur af sérlega skemmtilegum amerískum háskólastúdentum og sáu þau um að halda upp fjörinu - en þótti ekki verra að fá eldri farþegana í dansinn.

Nú erum við semsagt komin í hina fornu borg Xian og á morgun skoðum við Terracotta hermennina sem fundust 1974.

Hótelið fínt og allt í glimrandi góðu - við hraust og veðrið gott og maturinn góður og allar planeringar ferðaskrifstofunnar hafa staðis 100% til þess.

Meiri fréttir síðar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Heart Glitter Graphic - 5Innlitskvitt og knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

En gaman að heyra svona ferðasögubúta. Frábært að allt gengur vel. mbk.

Karin Erna Elmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kína er æði. Við fjölskyldan erum ákveðin í að fara þangað einhvern tíma aftur.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband