Ótrúleg stund í Þjóðarhöllin in Bejing

Jæja - leiknum í Þjóðarhöllinni í Bejing lokið. Ég veit ekki hvar ég á að byrja - það var svo magnað að vera í höllinni og vera vitni að þessum frábæra sigri.

Við vorum svona ca. 40 íslendingar í hóp  - krakkar sem búnir eru að keppa, makar starfsmanna og fleiri aðdáendur íslenska liðsins og létum við svo sannarlega í okkur heyra - sáumst við eitthvað í sjónvarpinu?

Þetta fimm marka forskot sem við náðum í byrjun lagði náttúrulega grunninn að sigrinum, ég var reyndar dálítið mikið stressuð í þessi tvö skipti sem Spánverjar náðu að jafna.

En staðurinn, stundin, fókið, liðið, hitinn, fánarnir, bolirnir og buffin sem við klæddumst - allt var þetta einhvernvegin ólýsanlegt.

Nú er stund milli stríða - gull eða silfurs - en á sunnudag hittist hópurinn aftur og hvetur enn meir og lætur heyra í sér af enn meiri ákefð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

öööööfuuuund!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 22.8.2008 kl. 22:18

3 identicon

Góða skemmtun. Veit ekki hvort ég myndi höndla það að vera í öllum hamaganginum í höllinni. Yrði örugglega allt of stressuð :-p

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:03

4 identicon

Ég sá þig ekki í sjónvarpinu en það er hinsvegar frábær mynd af þér í fréttablaðinu í dag:)

Laufey (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Enn í sigurvímu

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband