Allt þetta fína - frá Kína

Ferðin gekk vel - níu tíma flug frá Frankfurt er dáldið langt fyrir minn smekk - og Gulli tók á móti mér á flugvellinum. Flugvallabyggingin er víst stærsta mannvirki Bejing borgar og allt nýtt og fínt.

Við erum núna á Friendship hótelinu sem er gríðarstórt opinbert hótel. Hér eru margar, margar byggingar og þetta er svona eins og lítill campus.

Á þessu hóteli hefur Gulli verið s.l. þrjár vikur en á morgun flytjum við okkur á hótel rétt við Torg hins himneska friðar. Þar verðum við þar til á mánudag þegar við fljúgum til Sjanghai og hefjum þar 12 daga ferð.

Ég er fír og flamme eftir tveggja tíma blund og góða sturtu og nú ætlum við að drífa okkur út. Leikurinn byrjar klukkan 20:15 og spennan magnast. Við eigum líka miða á hinn undanúrslita leikinn.

Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta!!! Og aðeins betur ef það er það sem þarf!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Gott að heyra að allt gekk vel.  Hér eru allir spenntir fyrir leiknum og vel verður fylgst með fögnum og vonandi sjónvarpsskotum af þér og Ólafi og Dorrit:). US ætlast til þess að heyra í þér í gegnum sjónvarpið...svo gerðu nú þitt besta:)

Karin Erna Elmarsdóttir, 22.8.2008 kl. 06:46

2 Smámynd: Heidi Strand

Bið að heilsa, Þetta verður spennandi.

Norska handbólastelpurnar eru komnar í úrslít svo þetta verður tvöfalt ánægja.: )

Heidi Strand, 22.8.2008 kl. 07:01

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Góða skemmtun

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:26

4 identicon

Góða skemmtun :)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband