Ammæli

Laugardaginn 12. ágúst 1995 vaknaði 37 ára gömul kona á Fálkagötunni. Hún var hreint út sagt alveg rosalega ólétt og rosalega þreytt. Lítið tár læddis niður vangann og á koddann. Æi hvað hún óskaði þess að stúlku barnið kæmi í heiminn í dag. Frammi voru eiginmaður og rúmlega tveggja ára dóttir.

Ég var orðin óskaplega þreytt og gat ekki meir. Dagurinn leið einhvernveginn; við fórum í bíltúr, ég lagði sig, við fóru á Listasafn Íslands á myndlistarsýningu, ég lagði mig, við fórum að kaupa ís og ég lagði mig eftir það, ég fór í tjekk á fæðingardeildina og ég lagði mig eftir það.

Gulli stakk vorrúllum í ofninn og sauð grjón. Eftir kvöldmatinn fór ég aftur í tjekk því eitthvað var ekki alvegi eins og það átti að vera í hádeginu.

Það skipti engum togum; bráðkeisari ákveðin, ég svæfð með látum og barnið komið í heiminn klukkan 21:30.

Ég vaknaði úti á spítala í gjörgæslu og Gulli kom með poloroid mynd af afskaplega horðari og langri stúlku með stór, stór, stór augu.

Ég fékk hana ekki í fangið fyrr en 16 tímum seinna. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Að vera skorin með látum og sjá svo ekki barnið í marga, marga tíma.

Hún var ósköp varnarlaus krílið mitt þar sem hún lá tengd við tæki og tól á vökudeildinni.

  Picture 145 Þetta er stúlkan okkar í dag; Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Hana prýðir allt sem prýtt getur eina stúlku; hún er góð, fallegt, kát, bóngóð, dugleg, klár, skemmtileg, geðgóð, glöð - hvað get ég sagt meira1

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU STÚLKAN OKKAR........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Til hamingju með daginn

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 08:34

2 identicon

Til hamingju með hana - ljónin eru flottust!

siggahg (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með daginn elsku Bryndís og elsku fjölskylda til hamingju með stelpuna

knús knús og bestu kveðjur frá okkur.Linda,Gunnar og dætur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:49

4 identicon

Innilega til hamingju með daginn!

Laufey (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 08:56

5 identicon

Til hamingu með skvísuna ykkar - mikið er hún sæt. Á svosem ekki langt að sækja það. Knús til Gulla.

kv

Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:19

6 identicon

Dásamlega falleg færsla. Til hamingju með hana - í gær, í dag líka og bara alla daga  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur stúlkur mínar......þetta var ósköp góður afmælisdagr. Við fórum mæðgur á Ruby Tuesday og fengum okkur að borða. Ég mæli með hot wings þar...

Svo komu vinkonur hennar í heimsókn og hún hitti þær líka síðar um kvöldið. Amma hennar kom með gjöf og frændinn í kjallaranum líka. Og pabbi hringdi frá Kína. Og allar dætur Hannesar bróður hringdu líka. Og svo fékk hún sendingar og meldingar á Facebook og msn

Hún var ósköp ánægð og fór í gær með smá pening og keypti sér maskara.

Við foreldrar gáfum henni rosalega flotta Reebook skó, systir hennar gaf henni J-Lo ilmvatn, hún fékk líka gloss frá okkur foreldrum og Soffía kisa gaf hennni bóluhyljara.

Það gengur dálítið mikið lífið út á föt, snyrtivörur, vinkonur, vini, sléttujárn, skó o.s.frv.... það er hið besta mál

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband