8.8.2008 | 10:19
Gleðigangan á morgun
Mikið hlakka ég til Gay Pride! Við mæðgur ætlum að byrja hátíðarhöldin heima hjá Vigga og Marteini sem búa hreinlega á Hlemmtorgi. Íbúðin þeirra er á efstuhæð með risastórum svölum og eru þær beint fyrir ofan Laugaveginn við Hlemm þaðan sem gangan hefst. Við vorum þarna líka í fyrra og fylgdumst með undirbúningi og þegar gangan fór af stað og skelltum okkur síðan í fjörið.
Það var skemmtilegt við tal við Ragnhildi Sverris og Hönnu Katrínu í útvarpinu í morgun. Gott til þess að vita að þær hafa ásamt sínum dætrum ekki mætt fordómum og vanþekkingu.
Heimur batnandi fer.
Um daginn þá spurði ég yngri dóttur mína - 13 ára - hvort hún ætlaði ekki að sofa uppí hjá mér á meðan pabbi hennar væri í Kína. Hún var alveg til í það en það væri eitt vandamál - hún yrði semsagt alltaf að vera sofnuð á undan mér því annars gæti hún ekki sofnað fyrir hrotum mínum. Ég tók nú ekkert sérlega undir það og benti henni á að hún yrði nú að venja sig á að sofa við ýmsar aðstæður og einnig kæmi væntanlega sá dagur að hún mundi sofa við hliðina á karli nú eða konu. Hún svaraði að bragði - Mamma, ég hneigist til manna.
Þá vitum við það.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.