Síðasti dagur í fríi - svona í bili

Já á morgun er vinna og það uppúr hálfsjö. Ég lifi það af.

Þetta hefur verið fínn rúmur hálfur mánuður. Spánarferðin tókst vel og á fimmtudagskvöld þá komum við heim eftir vikudvöl í litla húsinu okkar undir Hestfjalli. Veðrið var ekkert sérstakt nema á laugardeginum. Þá notuðu bræður tækifærið og máluðu. Þeir voru sérlega duglegir og tóku líka til í geymslunni. Ég var meira svona í inniverkunum. Las líka skrambi mikið. Svo fórum við mæðgur líka eitt kvöldið í Selfoss bíó og sáum Mamma Mia! Það var hin besta skemmtun.

Í dag fórum við stelpurnar á markaðinn hjá Maríu Hebu og Elmu Lísu. Keyptum gallabuxur og kjól og fengum hálsfesti í kaupbæti.

Helgin var annars mjög skemmtileg. Við tókum ærlegan skurk í húsverkum öll fjölskyldan á föstudeginum og húsið var bara hið þokkalegasta að því loknu.

Ég sótti síðan vin okkar John Lewis upp úr klukkan 17:00. Hann var í kaffi hjá Báru Grímsdóttur tónskáldi og hennar manni. John er Breti og býr í London  og ég hef þekkt hann í tæp 30 ár. Hann kom fyrst hingað og kenndi tónlist í Stykkishólmi. Síðar kom hann hingað með konu og dóttur og son og þau bjuggu þá í Vestmannaeyjum þar sem John kenndi við tónlistarskólann.

Ég hafði ekki heyrt frá þeim í mörg ár þar til í fyrra að þau hringdu og komu svo hingað í mat. Nú var John einn á ferð og gisti hjá okkur eina nótt. Við tókum hann með í matarboð til Baldurs og Lindu og þar fengum við dýrindis hráa hrefnu með soja sósu og wasabi. Þvílíkt lostæti. Hinn forrétturinn var svo savitce - ýsa soðin í sítrónusafa og með ólífum, capers og rauðlauk.

Nú ætla ég á loftið að horfa á There will be blood.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104Knús knús og sólarsambakveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband