18.7.2008 | 10:24
Þetta er ekki boðlegt!
Flugum heim frá Spáni í gærkvöldi og lentum í nótt. Ég hef aldrei á æfi minni setið í flugvél þar sem þrengslin voru jafn svakaleg. Það var bókstaflega ekkert fótapláss. Mér varð hugsað til mannana aftar í vélinni sem voru talsvert hærri en ég. Þeim hlýtur að hafa liðið skelfilega.
Við höfðum samanburðinn - fyrir viku flugum við út og þá var vélin frá einhverju spænsku flugfélagi. Ekki hægt að kvarta undan neinu þar. En flugið heim í gær - þetta var hræðilegt. Tek fram að allt annað varðandi flugið var fínt - allt samkvæmt áætlun og góð þjónusta um borð.
SUMARFERÐIR - það er ekki hægt að bjóða fólki upp á fjögurra og hálfs tíma flug við þessar aðstæður.
Athugasemdir
Þrengslin í flugvélum eru óþolandi. Þú hefur nú séð okkur hjónin og við erum fjarri því að vera í flugvélarstærð.
Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:17
Ástarkveðjur og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:32
Velkomin heim frá Spáni!
Ég er sjálf lappalöng og skil þetta með þrengslin mjög vel..
Bara biðja um nauðarútgangsæti næst.
Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 20:51
Mér finnst ekki ásættanlegt hversu hrikalega er troðið af sætum í vélarnar (líklega mikill sparnaður). Þetta getur ekki talist heilsusamlegt með tilliti til blóðrennslis í fótum. Sjálf er ég stutt og þarf því ekki mjög mikið pláss fyrir fætur en hef samt lent í því að vera með nánast ekkert pláss fyrir framan mig. Tengdasonur minn sem er mjög hávaxinn hefur lent í miklum erfiðleikum hvað þetta varðar og þarf iðulega að reyna að ná sæti við neyðarútgang (hann er köfuboltamaður). Velkomin heim Kristín, vonandi hefur þetta ekki skemmt annars góða ferð hjá þér.
Sigurlaug B. Gröndal, 24.7.2008 kl. 12:46
Anna - ég man ekki hvað flugfélagið heitir. Bróðir minn kom heim í gær og hafði sömu sögu að segja nema að bakið á sætinu hans var bilað og hroðalega mikið annríki í vélinni. Einhverjir sjálfskipaðir töffarar á heimleið sem fannst alveg sjálfsagt að ALLIR hefði áhuga á hvað þeir voru að gera og hugsa.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:04
Sama hjá mér í Iceland Expressvélinni um daginn, ég þakkaði fyrir að hafa farið að pissa áður en ég fór út í vél...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.7.2008 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.