9.7.2008 | 09:21
Um búsetu
Hérna um árið áður þá mótmæltu einhverjir íbúar á Seltjarnarnesi því að koma ætti upp heimili fyrir einhverfa í þeirra hverfi. Einu sinni var því mótmælt að geðfatlaðir ættu að búa á Laugarásveginum. Því var líka mótmælt að heimlislausir gætu höfði sínu hallað á Njálsgötunni. Nú heyrist ekki múkk þaðan.
Nú er því mótmælt að fíklar í bata eigi að búa í íbúðarhverfi. Hvað er að hjá fólki? Fíklar í bata eru venjulegt fólk eins og ég og þú sem þarf einhverstaðar að búa. Heldur fólk virkilega að þessir fíklar gangi um með nálar hangandi úr handleggjum? Halló - þetta er fólk í bata.
Eða hvað er þetta eiginlega? Í Snekkjuvogi er heimili fyrir konur sem eru í bata eftir meðferð. Ekki veit ég nema að sambúð þeirra kvenna og granna þeirra gangi vel.
Í þessum heimi og í þessari borg er allskonar fólk. Það er verulega slæmt þetta viðhorf að við vilja búa í svo gerilsneiddu umhverfi að ekki megi koma kusk á hvítflibbann í formi "óæskilegra nágranna"
Athugasemdir
beit á móti okkar heimili er sambyli fatlaðra. Það er ekki hægt að fá betra grannar. Aldrei hávaða og læti.
Heidi Strand, 9.7.2008 kl. 10:08
Beint á móti átti það að vera.
Púkinn gaf rétt fyrir beit.
Heidi Strand, 9.7.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.