4.7.2008 | 10:23
Enn ein dýrðarhelgin framundan
Ó já - aftur föstudagur - svei mér þá.
Þessar helgar eru dásamlegar. Fyrir tveim vikum fórum við hjón tvö í rómó ferð að Gíslastöðum, um síðustu helgi var því líkt skemmtilegt matarboð hjá Bryndísi Vals með Iðunni og Valla. Það boð var á föstudagskvöldinu. Á laugardagskvöldinu bar síðan götupartý í Litlugötu. Það var einhver heima í öllum 8 raðhúsunum og alveg svakalega gaman. Við grilluðum snemma og svo týndist fólk smá saman á tónleikana í Laugardalnum enda stuttur spotti að hjóla og ganga.
Eftir tónleika söfnuðust allir saman heima hjá okkur á níunni og þá komu þessir líka flottu eftirréttir á borðið. Svo var hitað kakó og dreginn upp koníakspeli og dulítið meira að drekka. Feðgarnir þrír á sjöunni komu með gítara og bassa og skemmtu okkur með söng og spileríi. Skemmtilegt fólki í Snekkjuvogs botlanganum. Ég þarf að setja inn nokkar myndir við tækifæri.
Um helgina er spáð dýrðar veðri og á morgun koma Baldur, Linda og Veronikka til okkar í mat. Ætlum að byrja snemma og borða - ef veður leyfir - úti í garði.
Athugasemdir
þetta hefur verið gaman og ljúft hafðu góða helgi Elskuleg
Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 14:19
Og ég sem er í næstu götu missti alveg af þessu! Þarf að koma svona partístandi í gang í Nökkvavoginum.
Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.