22.6.2008 | 18:01
Dásemd og dýrð
Við erum komin i bæinn eftir smá skrepp í sveitina. Þetta var ferlega rómantísk og falleg ferð þó svo að tilgangur hennar hafi ekki verið par rómó - við fórum að viðra út og tuskast í veiðihúsi fjölskyldunnar.
Fjölskylda Gulla á land og veiðihús í Hvítánni - nánar tiltekið á Gíslastöðum í Hestfjalli. Gulli er allt í öllu í árnefndinni og sér um sölu á leyfum og í félagi við frændur sinar sér hann um að veiðihúsið sé í standi. Við fórum seinni partinn í gær og áttum huggulega stund í þvílíkri fegurð að orð fá varla lýst.
Við sátum úti á verönd hússins vafinn inn í teppi og hrofðum á Hvítána liðast fyrr neðan húsið. Handan árinnar eru síðan Vörðufell og Skeiðin. Sólarlagið var dásamlegt og allt svo fallegt og ylmurinn dásamlegur.
Í morgun þvoðum við síðan bekki, borð og glugga og fyrstu veiðimennirnir koma á þriðjudag.
Nú ætlum við að horfa á Spán - Ítalíu.
Athugasemdir
Flott að eiga svona veiðihús. Er örugglega dýrðlegt að vera þar.
Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:13
Hljómar vel.
Jens Guð, 22.6.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.