21.6.2008 | 15:42
17 ár
Eftir nákvæmlega hálftíma eru 17 ár síðan pabbi minn leiddi mig inn kirkjugólf Dómkirkjunar og við altarið beið Gunnlaugur Þór Pálsson.
Þetta var svo sannarlega góður dagur. Við höfðum búið saman í 2 ár og vildum gifta okkur. Eg var í bláum falegum kjól því ekki gat ég séð mig 33 ára gamla konuna í hvítum brúðarklæðum. Fannst sú tilhugsun eitthvað fríkuð og skrýtin.
Þetta var föstudagur og veislan - drykkur og dýfa - var haldin í Oddfelow húsinu. Um kvöldið sigldi síðan nánasta fjölskyldan út í Viðey og snæddi kvöldverð. Síðan komu þau með okkur heim og tóku upp með okkur gjafirnar.
Brúðkaupsferðin var farin í sumarbústaðinn okkar væna.
Hann Gulli minn er ekki aðeins góður maður heldur líka góður eiginmaður og faðir. Hann er traustur og mér líður vel í návist hans. Svo er hann skemmtilegur og stríðinn og fær mig til að hlæja. Og það er nú ekki lítill kostur hjá manni sem maður er langdvölum með.
Framtíðin er björt......
Athugasemdir
Til hamingju með daginn ykkar
M, 21.6.2008 kl. 15:51
Til hamingju með daginn elsku Kristín og Gulli
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:18
Þið eruð æðisleg bæði!
siggahg (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:35
Til hamingju!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:52
Til hamingju með ykkur. Falleg færsla
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:49
Takk elskurnar mínar allar....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.