Ekkert svar, ekkert svar

Þennan kurteislega tölvupóst sendi ég í morgun:

 

Sæll vertu Einar -
ég er íbúi við Snekkjuvog sem liggur alveg að lóð Vogaskóla þar sem miklar framkvæmdir standa nú yfir. Við erum ánægð að loks skuli lóðin vera gerð falleg og það verður frábært jafnt fyrir börnin og okkur nágranna skólans.
Málið er að verktakarnir sem þarna eru að störfum vinna afskaplega langan vinnudag. Þeir eru byrjaðir klukkan 08:00 og hætta yfirleitt ekki fyrr en klukkan 22:00. Nú er verið að höggva í sundur stóra klöpp og hávaðinn og titringurinn er yfirgengilegur.
Ég veit að þetta verður að vinnast hratt og vel fyrir skólasetningu en þetta er alveg hræðilega leiðinlegt. Það er varla hægt að tala saman innan dyra og ekki nokkur möguleiki á að vera í garðinum.
Ég er ekki að fara fram á að þeir hætti klukkan 17:00 alla daga en datt svona í hug af því að það er föstudagur og sólin skín hvort það væri hugsanlegt að þeir hættu vinnu fyrr í dag og byrjuðu ekki fyrr en á hádegi á morgun.
Með von um góð viðbrögð
Kristín Björg Þorsteinsdóttir,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þú ert alltaf jafn bjartsýn.
Í götuna hjá okkur búa mikið af sláttufíklum. Hver hefur sin djöfull að draga.

Heidi Strand, 20.6.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já Heidi - þetta er kannski einhver ofur-bjartsýni en ég varð að reyna....góða helgi til ykkar ágætu hjóna....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband