20.6.2008 | 12:46
Þetta eru góðar fréttir
Nú er það okkar að bjóða þessar konur og börn þeirra velkomin til Íslands. Hér geta þau vonandi hafið nýtt líf og lært, leikið og starfað fjarri ófriði og átökum
29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
www.hildigunnurr.blogspot.com
Tónskald
Bloggvinir
- begga
- ibbasig
- ragnhildur
- gurrihar
- svartfugl
- isisin
- annabjo
- vitale
- attilla
- agustagust
- arogsid
- n29
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brynja
- skordalsbrynja
- sturluholl
- eythora
- freedomfries
- vglilja
- gudnim
- ghe13
- hnifurogskeid
- gudrunmagnea
- bitill
- gunnhildurvala
- gullihelga
- heidistrand
- heidathord
- helgamagg
- hemba
- limran
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- hjossi9
- gaflari
- ringarinn
- ingadagny
- jakobk
- jakobsmagg
- jensgud
- jogamagg
- nonniblogg
- jullibrjans
- karin
- konur
- krissa1
- credo
- lauola
- lindalinnet
- raggissimo
- martasmarta
- olinathorv
- palmig
- ranka
- rassgata
- siggi-hrellir
- zunzilla
- stefaniasig
- stebbifr
- kosningar
- svp
- truno
- urkir
- vertu
- eggmann
- steinibriem
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei. Þetta eru slæmar fréttir. Það er hér allt fult af ÍSLENSKUM konum sem eru einar með börn og mundi td langa í nám enn geta það ekki. Og hvað með þá sem eru búnir að vera að bíða eftir íbúðum á Akranesi? Það eru landar okkar og það fólk og foreldrar þeirra eru búin að borga hér skatta enn þetta fólk á nú að fara aftast í röðina bara!!
óli (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:30
Það að taka á móti þessum flóttamönnum á Akranes skiptir nú litlu fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði þar enda eru flóttamennirnir ekki að fara í það húsnæði sem ætlað er þeim sem þurfa á félagslegri aðstoð halda. Það er nú þannig að í hverju sveitarfélagi eru á hverjum tíma alltaf einhverjir sem bíða eftir félagslegri úrlausn mála sinna. Íbúðir sem flóttamennirnir koma til með að búa í eru á frjálsum markaði og borgaðir af flóttamanna ráði og ekki teknir af félagsmála kvóta bæjarins
Þessvegna eru þessi rök nú ansi haldlítil.
Það er líka frábært að við skulum taka á móti einstæðum mæðrum því hér á landi er sem betur fer ekki litið niður á konur þó þær séu einar með börn.
Og við erum það auðugt
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:03
Óla finnst þetta slæmar fréttir að víð séum að gefa 29manneskjum séns á betra lífi vegna þess að það er ekki allt í toppástandi á Akranesi.
Ég vissi ekki að það væri mikið af einstæðum mæðrum á Akranesi sem koma úr stríði, eiga ekki neitt, þurfa að deila tjaldi með helling af öðru fólki þar sem hitastigið fer á milli 0-50°c. Þetta er hluti af vandamálunum sem þetta fólk býr við.
Heyrði önnur rök um daginn. Þau voru að það er svo mikið um hungur að það tæki sig ekkert að bjarga 29manneskjum, því það væri svo mikið af öðru fólki að svelta.
Þetta eru svo miklar rökleysur að það hálfa væri nóg. Veit ekki hvort rasisti sé rétta orðið... Eða þjóðremba ?
Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:39
Sko Stebba! Kominn af stað með rasistabullið sitt! Það eru alltaf einn til tveir svona kjánar ef eitthver talar um að fara varlega í inflyjendamálum. Nei málið er bara að við eigum fyrst að hjálpa okkar fólki og SVO má fara að skoða annað. Þeim miljörðum sem við eiðum í þróunaraðstoð er betur varið til þeirra sem minna meiga sín í þessu landi.
óli (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:50
Ég veit nú ekki betur en að allt sé í toppástandi á Skaganum.
Og þetta er nákvæmleg málið Stebbi - við erum að gefa 29 manneskjum möguleika á að lifa mannsæmandi lífi, sofa undir þaki, fá að borða, fá menntun og losna úr hörmungum.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:17
Óli er með einhverjar ranghugmyndir um stöðu fólks á Íslandi. Ef við byggjum við sömu aðstæður og þessar konur og börn þeirra myndum við eflaust þiggja með þökkum ef einhver vildi veita okkur skjól og mannsæmandi aðstæður.
Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:47
mér finnst ekki þörf á að vera bjóða múslimum hingað. fólki sem kennt er að hata vesturlönd og of mörg dæmi um slæma eða enga aðlögun í nágrannalöndum okkar. það er margt hægt að gera betur á íslandi, búa betur að fólki hér. það er mikið um fólk sem hefur það slæmt hér og líður mjög illa.
hjálpum þessu fólki heima hjá sér.
inqo, 20.6.2008 kl. 16:01
Vá ingolfur ertu að djóka eða ? Ég held að þú sért alvarlega að missa þig í alhæfingunni því að múslimum er ekki kennt að hata vesturlönd. Hinsvegaru eru til múslimar sem er kennt það.
"hjálpum þessu fólki heima hjá sér."
Aftur kemurðu með comment sem meikar ekki mikið sens. Það er ástæða fyrir því að þetta fólk er kallað flóttamenn. Það á ekkert heimili. Þannig það mundi kosta ca 100x meiri pening að gefa þeim sömu lífsgæði í mið-austurlöndunum og þau mundu fá hér.
Hvernig í ósköpunum er ekki hægt að flokka fólk með svona comment sem rasista ? Hjálpa því í sínu heimalandi bara því þú vilt ekki fá þau hingað ? Ég sé enga aðra ástæðu fyrir því að þú mundir frekar vilja hjálpa þeim þar, þó það sé ómögulegt t.d. vegna þess hversu mikið meira það mundi kosta.
Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:24
stebbi. er ekki nóg af landi þarna í mið-austurlöndum? er ekki hægt að pota þeim einhversstaðar þar? það er staðreynd að flest hryðjuverk eru framin af múslimum. það þarf ekki að fara lengra en til bretlands til að telja upp nokkur dæmi. það er bara full ástæða til að fara varlega þegar múslimar eru annarsvegar.
inqo, 20.6.2008 kl. 16:31
Málið er Ingólfur að þessu fólki hefur akkúrat verið "potað einhversstaðar"
Ég skil ekki svona mann fjandskap gagnvart saklausum konum og börnum.
Eruð þið það hjaralausir að þið getið ekki séð hvað flótta fólk hefur það ömurlegt?
Flóttamannabúðir eru hræðilegir staðir þar sem fólk reynir að lifa daginn í dag af. Við eigum að hjálpa bræðrum okkar - sama hverrar trúar þeir eru.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:49
Þessu fólki er varla bjargandi sýnist mér. Áttaði mig á því þegar ég las þetta komment með að "pota þeim einhversstaðar".
Mér finnst þetta mál allt orðið frekar sorglegt bara, ekki þess virði til að rökræða.
Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:44
Eyðsla á skattpeningum er aldrei góður hlutur, Ísland getur komist vel án af flóttamanna og tapar bara í raun peningum á svona feel goody kjaftæðis verkum
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.6.2008 kl. 02:01
Eruð þið það hjaralausir að þið getið ekki séð hvað flótta fólk hefur það ömurlegt?
Já ég er grenilega svona hjartalaus því ég græt mig ekki í svefn á hverri nótt hugsandi um fólkið palestínu, ég legg velferð Íslendinga framyfir velferð palestínufólks og það ætti Íslenska ríkistjórnin að gera.
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.6.2008 kl. 02:04
Ekki þekki ég marga Alexander sem gráta sig í svefn á hverju kvöldi hugsandi um fólkið í Palestínu. Veit ekki hvort þú sért hjartalaus en mér finnst þú frekar sorglegur og kaldhjartaður alltaf þegar ég les skrifin þín.
Þó svo að það séu milljónir manna í heiminum sem búa við hörmulegar ástæður þá er ég samt þakklátur fyrir að við fengum tækifæri til að bjarga 29manns. Ég er líka þakklátur fyrir það þó að "við hefðum komist af án þess að gera það" eins og þú segir.
Ég er mjög feginn að það sé ekki mikið af Íslendingum sem hugsa eins og þú. Það væri auðvitað hræðilegt ef við mundum nota brotabrot af auðæfum okkar í að hjálpa þeim sem eiga EKKI NEITT, og eru í þessum aðstæðum vegna aðgerða sem ÍSLENSKA RÍKISSTJÓRNIN STUDDI.
Stebbi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.