Garden Party

Ótúrlegt að það skulu vera 25 ár síðan Mezzoforte sendi frá sér þetta frábæral lag. Það var gaman þetta sumar- sumarið 1983.

Ég var að vinna á Tónistardeild Útvarpsins á Skúlagötu og tók mér sumarfrí til að fara með nýstofnuðum Hamrahliðarkórnum til Noregs og Svíþjóðar. Frá Stokkhólmi flaug ég til London í heimsókn til vinkonu minnar Ingu Huldar Markan sem var við nám þar í borg.

Á tónlistardeildinni hafði unnið með mér Ellen Krisjánsdóttir söngkona sem allir vita er gift Eyþóri Gunnarssyni hljómborðsleikara. Ellen hringdi í okkur stöllur og bauð okkur í garden party með hljómsveitinni. Partýið var haldið við heimili Steinars Bergs og hans konu og þar var svaka fjör. Mezzoforte gengið, makar þeirra og börn. Við Inga Huld komumst ekki heim um nótt en nutum gestrisni Steinars og frú og fórum alveg grút timbraðarar heim næsta morgun með fyrstu lest.

Those where the days my friend!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Og sennilega ekki sama rigningin þar og réði ríkjum á Íslandi sumarið 1983

Markús frá Djúpalæk, 19.6.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband