Saman - er eitthvað annað í spilunum?

Saman hópurinn er nú að hvetja fjöskyldur til "að vera saman í sumarfríinu" - fyrirgefið þið en er eitthvað annað í spilunum hjá fólki. Erum við ekki saman alltaf? Fara foreldrar enn í sumafrí frá börnum? Ég held nú aldeilis ekki.

Í gamla daga fóru foreldrar gjarnan í frí fra börnum. Fóru þá til útlanda í 2- 3 vikur og börnin voru send í sumarbúðir, sveit eða til ættingja á landsbyggðinni.

Nú fara allir saman - allt - og ég er ekki að tala um stuttar ferðir foreldra - slíkar ferðir eru nauðsynlegar bæði foreldrum og börnum. Öll þurfum við nú okkar speis...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Kristín mín þetta er alveg til ennþá, unglingar skildir eftir og jafnvel ekki í einhverja daga heldur í vikur..Því miður..

Kv. Ein sem er alveg með æluna af hænan sagði gagg gagg og hundarnir segja voff voff.......osfrv.

Góða helgi

Hildur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég man sko eftir því að hafa staðið á bryggjunni með eldri bróður mínum og vinkað mömmu og pabba þegar Gullfoss var að fara frá bryggju. Þetta þótti sjálfsagt og ekki datt manni í hug að fá að fara með í þessar ferðir. Ég fékk ekki að fara með til útlanda fyrr en ég var orðin 12 ára.

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband