Mamman í teikniherberginu

Ég tók á leigu frábæra mynd í gær - Atonement.

Þar var ein mjög meinleg þýðingarvilla -  þegar drawing room var þýtt sem TEIKNIHERBERGI

Hvað erum við búni að sjá margar bíómyndir þar sem drawing room er þýtt sem dagstofa/stofa/setustofa. Hvernig dettur þýðandanum þetta í hug?

Í Wikipedia er skýringin þessi:

A drawing room is a room in a house where visitors may be entertained


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Teikniherbergi! Ég verð ekki eldri.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Fararstjórinn

Þessi var nokkuð góður! Ég sá eina svona frábæra þýðingu um daginn í Sjónvarpinu, þegar maður kom að landamærum og sagt var um hann að "his visa has expired" sem var þýtt að vísakortið hans væri útrunnið. Sá gleymdi að athuga samhengið!

Fararstjórinn, 3.6.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Anna Margrét

Hahahaha....

Verandi enskunemi og aðeins að vinna við þýðingar þá þykir mér svona allltaf mjög merkilegt og ég fór á eina mynd í bíó um daginn (stutt síðan) sem var svo hrikalega illa þýdd að það var alveg skammarlegt. Svona getur verið svo ruglingslegt (eða bara kjánalegt) fyrir fólk sem virkilega reiðir sig á textann

Anna Margrét, 4.6.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband