Bjúgu

Ég viðurkenni það kinnroða laust að svona tvisvar á ári þá langar mig í bjúgu. Bjúgu eins og maður fékk sem krakki. En slík bjúgu fást ekki lengur. Nú líkjast þau meira pylsum. Og mig langar í bjúgu núna. Og ég vil ekki hrossabjúgu

Veit einhver hvar góð bjúgu fást -þið vitið svona úr kjötborði? Bjúgu þar sem plastið losnar af þegar þau eru soðin? Bjúgu sem þarf að sjóða en ekki bara hita?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Oh mig langar lika i tha bjugu

Ásta Björk Solis, 31.5.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Einu bjúgun sem líkjast þessum í gamla daga eru bjúgun frá Kjarnafæði sem fást í Bónus. Þau hafa bæði verið þar til í pokum á tilboði 8 eða 10 stk. saman og svo í plasti. Þau eru frekar feit en smakkast eins og hangikjöt ekki pylsur. Prófaðu bara, þau eru á góðu verði hjá þeim.

Sigurlaug B. Gröndal, 31.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband