Ó sundlaug, ó sundlaug ég sakan þín

Ég fór í ný uppgerða Kópavogslaug um daginn. Fínir búningskelfar og skápar og sturtur. Þegar út kom brá mér heldur í brún! Gamla góða sundlaugin er farin!!!!! Skelfing, skelfing!!!!!

En nú er allt svo flott þarna - af hverju sakna ég sundlaugarinnar?

Málið er að þessi sundlaug var himnasending þegar hún var fyrst opnuð. Líklegast í kringum 1966. Þetta var þvílík stærðar laug í augum okkar Kópavogskrakkana - heilir 17 metrar á lengd. Þarna fór ég í skólasund alla mín grunnskóla tíð. Þarna var maður daginn út og inn sem krakki. Og nú ætla ég að segja - enda var ekki svo mikið við að vera.

Krakkafjöldinn í lauginn var þvílíkur að við vorum miklu heldur lóðrétt en lárétt í henni. Það tók mig aðeins tvær mínútur að hlaupa í sund. Og hvað var betra langa sumardaga en að busla í vatni. Koma heim með fingurgóma og tær eins og sveskjur og fá eitthvað gott að drekka og borða.

Fyrir allmörgum árum þá var opunuð stór laug og eftir það þá var gamla góða laugin grunn krakkalaug. Og þarna var ég mikið með stelpurnar. Við mamma fórum oft með þær í sund og höfðum þá næði til að spjalla- horfðum á undrin mín leik sér og tókum góðar kjaftatarnir.

En allt breytist.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband