Döpur

Ég verð rosalega döpur þegar ég hugsa um flóttamennina sem eiga að koma á Akranes. Mér finnst svo margt sorglegt sem komið hefur fram í umræðunni.

Gerum við okkur ekki grein fyrir hvað við höfum mikið að gefa? Við erum forrík þjóð með lúxus vandamál og höldum okkur ekki geta rétt fram fyrstu kjúku á litla fingri annarar handar. Gerum við okkur ekki grein fyrir því að það bíður þessa fólks ekkert nema dauði? Þarna hýrast þau í flóttamannabúðum, landlaus, ríkisfanglaus og við ömurlegar aðstæður.

Börnin geta ekki gengið í skóla, sofið er í tjöldum, matur og vatn af skornum skammti.

Við eigum að vera stollt yfir að taka á móti flóttafólki. Og þá helst einstæðrum mæðrum. Hér er nefnilega gott að vera einstæð móðir miðað við önnur lönd. Það er helst vegna þess að hér er ekki litið niður á þær. Hér hjálpumst við að við að hjálpa þeim. Stúlkur eru ekki reknar að heiman ef þær verða ótímabært þungaðar.

Svo skulum við líta í eigin barm. Ef komið væri fyrir okkur eins og þessum flóttamönnum - hvað vildum við helst af öllu  - jú að einhver þjóð mundi bjóða okkur og börnunum okkar að koma til sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst að flóttafólkið ætti ekki að fara á Skagann. Það er ekki gaman fyrir neinn að koma þar sem viðkomandi er ekki velkomin/n og fólkið á eftir að heyra það að það hafi verið undirskriftasöfnun gegn því í bænum.

Í nafni mannúðar ætti fólkið að fara í eitthvað annað sveitarfélag þar sem íbúar eru víðsýnni.

Svala Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að þessi andstaða á Skaganum sé bundin við örfáa. Ég er svo bjartsýn að telja að hinn þögli meirihluti sé hlynntur því að við hjálpum flóttamönnum.

Helga Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:23

3 identicon

Mér er fyrirmunað að skilja hvað býr að baki þessum neikvæðu viðbrögðum við komu einstæðu palestínsku mæðranna. Mín viðbrögð hafa verið sömu og þín, ég varð döpur þegar fréttir fóru að berast af þessum viðbrögðum. Það þarf að gera eitthvað til að breyta þessum viðhorfum áður en eitthvað svona nær að festa rætur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:10

4 identicon

Þessi framkoma er þeim sem hana hafa sýnt til skammar, um það er óþarfi að fjölyrða.

Maja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband