20.5.2008 | 06:52
Ekki er ég hissa
Hann er oft hrikalega ósmekklegur þessi leiðinda teiknari. Skil ekki hvað mogginn hefur púkkað upp á hann gegnum árin. Ljótar og húmorslausar teikningar - ekki vitund fyndnar. Er enginn sem skoðar þessar myndir áður en þær birtast? Eða finnst þeim þetta í Hádegismóum allt í lagi?
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
www.hildigunnurr.blogspot.com
Tónskald
Bloggvinir
- begga
- ibbasig
- ragnhildur
- gurrihar
- svartfugl
- isisin
- annabjo
- vitale
- attilla
- agustagust
- arogsid
- n29
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brynja
- skordalsbrynja
- sturluholl
- eythora
- freedomfries
- vglilja
- gudnim
- ghe13
- hnifurogskeid
- gudrunmagnea
- bitill
- gunnhildurvala
- gullihelga
- heidistrand
- heidathord
- helgamagg
- hemba
- limran
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- hjossi9
- gaflari
- ringarinn
- ingadagny
- jakobk
- jakobsmagg
- jensgud
- jogamagg
- nonniblogg
- jullibrjans
- karin
- konur
- krissa1
- credo
- lauola
- lindalinnet
- raggissimo
- martasmarta
- olinathorv
- palmig
- ranka
- rassgata
- siggi-hrellir
- zunzilla
- stefaniasig
- stebbifr
- kosningar
- svp
- truno
- urkir
- vertu
- eggmann
- steinibriem
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann virðist hafa verið hálf ,,ósnertanlegur" .. hingað til. Mér hafa stundum þótt ágætar teikningarnar og stundum fyndnar, en einmitt stundum ganga of langt og svolítið ófyndnar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.5.2008 kl. 06:55
Mér hefur fundist hann skemmtilegur í gegn um árin. Sér í lagi þar sem hann túlkar oft ósagðar sögur úr pólitíkinni, einmitt vegna þess að þær eru svo ósegjanlegar.
En þessi mynd hefði mátt fara í ruslafötuna. Bullandi rasismi á bakvið þetta og skilningsleysi og vanvirðing við þá merku tíð að LOKSINS er kona og svartur maður galdgengt í forsetasæti BNA.
Linda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:18
Ekkert má nú orðið fyrir móðursjúkum mussukellíngum sem þykjast alltaf geta talað fyrir alla aðra.
corvus corax, 20.5.2008 kl. 07:21
Sammála Corvus. Þvílíkar vælandi hænur! Eru sennilega á Barnalandi með nikk,vælandi þar líka!
óli (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:24
Stelpur mínar, myndir Sigmunds eru háðsádeilur ( satíra ).... ég verð að vera sammála nafna mínum og Corvus, þetta er nú óttalegt væl í ykkur :)
Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:21
Sigmund hefur alltaf verið lélegur teiknari og með leiðinlegan íslenskan aula húmor
og þessi mynd er nu frekar dæmi um ósmekklega fordóma húmor
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:29
Mér finnst Sigmund góður teiknari og húmorinn í fínu lagi. Grínmyndir eru alltaf ýkjur af mannlífi og atburðum og þurfa að vera dálítið mergjaðar til að missa ekki marks.
aa (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:33
Gott hjá þér Ólafur. Við veðum að taka því að fólk af mismunandi þjóðernum hafa mismunadi skoðanir á háði og hvað er leifilegt að byrta. T.d. Múhameð í Danmörku, sú ferð varð ekki til góðs, en hvernig eru Bandaríkjamenn sjálfir, ég er áskrifandi af Time og þar eru oft nokkkrar háðsádeilur sem eru líkt og Sigmund of á mörkum velsæmis. þ.e.a.s. að mínu mati, þeim finnst það kannski í lagi.
Hvernig haldið þið að íbúum í Myanmar finnist þessi, það eru ekki allir á móti herstjórninni þar.
Hvað segja t.d samkynhneigðir í BNA við þessu?
kjartan (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:38
Þetta er nú alveg......... Eruði virkilega að reyna að breyta Sigmund í rasista. Þessi helvítis rasistaumræða er orðin þreytt, þið eruð að gjaldfella hugtakið með þessu móðursýkisröfli. Finnið ykkur eitthvað sem skiptir máli, það er af nógu að taka.
Satíra er svona, hún byggir á hæðni og útúrsnúningum og skælingu veruleikans.
Hættið að grenja útaf minnstu smámunum.
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 08:54
Er allt kvenkyns með aðrar skoðanir en þið með "væl"
(þið er þarna í merkingunni: menn með menntahroka sem tjáið ykkur hér ofar)
Mér finnst Sigmundur góður inn á milli þó vissulega séu honum mislagðar hendur en ég virði rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.
Ísdrottningin, 20.5.2008 kl. 09:07
Það er nú naumast..
Var að koma frá bandaríkjunum og þar er þetta grín hans Sigmunds barnaleikur miðað við margt sem er í gangi þar...
Satíra Satíra... segir það ykkur ekki neitt kæra fólk.. Við röflum nú orðið yfir öllu sem er ekki allveg eftir bókinni...
Sigmund hefur skreytt moggann í svo mörg ár og bækur með myndum hans voru oft það sem ég settist niður með hjá ömmu minni og afa sem áttu nokkrar "árbækur" með myndum sigmunds....
Stefán Þór Steindórsson, 20.5.2008 kl. 09:21
Þessar teikningar Sigmunds eru skopteikningar sem dregnar eru upp um málefni líðandi stundar. Að sjálfsögðu er misjafnt hvernig fólk tekur þeim. Stundum veit fólk ekki um hvað skopið fjallar eða hreinlega skilur ekki. Ég hef frá barnsaldri oftast haft mjög gaman að þessum teikningum og finnst þær í raun merkilegur kafli í sögu Morgunblaðsins og þá sérstaklega vegna þess að þær eru alltaf að fjalla um líðandi stund.
Birkir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:30
Ég vil benda ykkur á skopið í 24 stundum. Þar eru ekta, fínar skopteikningar og fín satíra.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 10:05
Þá erum við búin að fá úrskurðinn, í 24 stundum er sem sagt löggilt samþykkt skop. Mikið vildi ég vera svona gáfuð....
corvus corax, 20.5.2008 kl. 10:32
Nei sko! Corvus corax kann að nota kaldhæðni til að koma á framfæri hvað hann er mikið fífl. Duglegur strákur.
Hending (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:45
Við getum ekki öll verið gáfuð - guð hjálpi fíflunum því ekki gera þau það sjálf....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 10:51
Hvar er húmorinn?????
Halla Rut , 20.5.2008 kl. 11:44
Ég spyr eins og Halla Rut - hvar er húmorinn í þessari teikningu?
En annars ætla ég að deila með ykkur pósti sem ég fékk núna rétt áðan
Ekki er ég hissa
Hann er oft hrikalega ósmekklegur þessi leiðinda teiknari. Skil ekki hvað mogginn hefur púkkað upp á hann gegnum árin. Ljótar og húmorslausar teikningar - ekki vitund fyndnar. Er enginn sem skoðar þessar myndir áður en þær birtast? Eða finnst þeim þetta í Hádegismóum allt í lagi? 20.05.2008 kl 11:58Ekki varð ég hissa – þótt steinn kæmi úr þínu glerhúsi
Það er ekki mitt hlutverk að ritskoða eða gagnrýna þín störf frekar
en þér er ætlað að ritskoða Sigmund. En svona fyrst þú kastaðir
fyrsta steininum : Það hafa verið ósjálfráð viðbrögð mín og margra
sem ég umgengst, að lækka í útvarpinu eða skipta um rás, þegar þín
var von í umferðarútvarpinu.
Tilfinningunni má lýsa með nánast óbreyttum texta úr blogginu
sem þú lagðir upp með:
Upp úr kl 6 í morgun ákvað ég að fá mér morgunkaffi,
og telja nokkrum sinnum upp að tíu, áður en ég félli
í sömu gryfju og þú – að vera svona "morgun-gnaven".
Síðan var niðurstaðan sú, að senda þér bara e-mail,
en láta vera að ráðast að starfsheiðri þínum á blogginu
– þótt þú hafir vissulega gefið skotleyfi á þig með þessari
árás á störf og persónu Sigmunds.
Vona að þú hafir ekki eyðilagt hans dag og jafnvel
að þetta eyðileggi ekki þinn.
Þér væri sómi af því að biðja hann velvirðingar,
á sama vettvangi.
Kveðja
Þorkell Guðnason
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:12
Er það Hending að vera aumingi eða aumingjalegt að vera Hending?
corvus corax, 20.5.2008 kl. 12:47
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:13
Er fólk að missa sig í bullinu hérna..Hafðu það gott Kristín mín, finnst alltaf jafn merkilegt þegar fólk er að hrauna yfir aðra á blogginu og koma ekki fram undir nafni..Það er fiðurfénaður í mínum augum..
kv.Hildur
Hill (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:32
En hvað ég tek undir með þér Kristín. Ég er ekkert ofur viðkvæm fyrir svona hlutum en eiginlega hefur mér aldrei fundist Sigmund fyndinn - synd af því að hann vandar sig voða mikið við að teikna. Þessi hugmynd í teikningunni fannst mér óskaplega eitthvað gamaldags, svona eins og upp úr eldgömlu Æskublaði.
Helga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:24
Þegar ég var krakki reyndi ég að herma eftir teiknistíl Sigmundar. Mér þótti hann flottur. Svo komst ég til vits og ára - eða í humátt. Þá uppgötvaði ég að Sigmund er hörmulega lélegur teiknari og álíka lélegur húmoristi.
Ég hef ekki nennt að kíkja á myndirnar hans í 30 - 40 ár. Ég fletti alltaf framhjá þeim. Ég veit þess vegna ekkert hvort þessi barnalegi aulahúmoristi hefur eitthvað þroskast með hækkandi aldri. Dreg það þó í efa miðað við umræðuna um þessa teikningu. Teikninguna hef ég ekki séð.
Ég sé að snilldar teiknarinn og húmoristinn Sigurður Örn Brynjólfsson segir skoðun sína hér fyrir ofan. Eftir hann liggja margar bráðfyndnar og vel teiknaðar skrítlur. Frægust er syrpan um Bísa og Krimma, sem birtist í Dagblaðinu á sínum tíma.
Sömuleiðis tek ég undir að skopið í 24 stundum er bráðgott.
Jens Guð, 20.5.2008 kl. 20:56
Sigmund er í hávegum hafður á Mogganum. Til dæmis þurfa prófarkalesarar alltaf að bera saman frumritið frá honum og textann á síðunni því kallinn truflast ef svo mikið sem einum staf er breytt.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:21
Skil ekki hvernig fólk getur verið að agnúast undan einhverjum smámunum.
Ég er einn af þessum sem hef gaman af aulafyndni og sem slíkur segi bara að hláturinn lengi lífið, þið hin getið svo haldið áfram að synda í fýlupyttinum sem þið eruð að stækka svo vel og hratt.
Duglegt fólk sem lítinn húmor hefur
Með ósk um gleðiríka daga til ykkar fýlupúkanna
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 20.5.2008 kl. 23:48
Er það ekki alveg rakin rasismi hjá Mogganum að birta svona plús skandalagreinina hans Sveins Rúnars um Ísrael fyrir þrem dögum, að maður tali nú ekki um allan rógin á hendur Ísraelsmönnum á Moggablogginu. Hvar endar svona lagað?
Hvar er nú allir pólitísku afréttarar Morgunblaðsins núna, Bryndís, Ak-72, Nanna osfrv.
djísus kræst.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:11
Hmm.....eru ekki allir glaðir í góða veðrinu? Eigum við ekki að afsanna raddir "antibloggara" um persónumeiðingar og nöldurseggi?
Öllum eru mislagðar hendur en ég er sammála því að satíra eigi að vera beitt. Þegar pólítísk rétthugsun er farin að gera fólk að nöldurseggjum er kominn tími til að hugsa sig um.
Vona að allir eigi góðan og bjartan dag
Inga Dagný Eydal, 21.5.2008 kl. 16:46
Blessuð Kristín Björg... bara svo því sé haldið til haga þá ertu frábær í umferðaútvarpinu og alltaf þegar þú kemur fram í útvarpi. Meira að segja þegar þú ert að tala um eitthvað sem ég hef ekki minnsta áhuga á eins og Eurovision í morgun... þannig að ég segi bara áfram Krístín Björg og hafðu það gott.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:12
Takk fyrir öll þessi innlit og hlý orð í minn garð.
Skítadreifurunum þakka ég líka fyrir að sýna sinn innri mann....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.