Heiðmörkin

Það var gaman hjá okkur í gær í Heiðmörk. Þar hittust sjöundu bekkingar Vogaskóla ásamt foreldrum og systkinum. Vorum þar milli 18:00 og 20:00 og verðrið var fínt. Við grilluðum og lékum okkur. Ein mamman og pabbinn komu með spil sem er sænskt og heitir Kubb. Svona gamaldags keila.

Mikið er nú dásamlegt að hafa aðgang að grilli og leiktækjum svona rétt við bæjardyrnar. Nú er sko aldeilis komið vor - ef ekki bara sumar.

Annars finnast mér svona dagar langir. Vaknaði í gær klukkan sjö og var mætt til vinnu fyrir níu. Var hér til korter yfir fimm. Þá í Bónus að kaupa á grillið. Beint upp í Heiðmörk. Var komin heim klukkan hálf níu. Hefði þurft að stússast en hafði ekki orku. Og upp klukkan 05:50 í morgun......jæja svona er lífið - og helgin var róleg og góð.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband