Ævintýraleg veislumáltíð

Við hjón fórum á Sjávarrétta kjallarann í Aðalstræti í gær og hvílík máltíð!

Við fengum gjafabref frá samstarfsfólkí mínu sem við buðum í 100 ára afmælið og það var svokallaður Exotic menu. Sem svo sannarlega stóð undir nafni.

Og umhverfið allt er svooooo flott og smart og góð þjónusta. Allskonar fiskur, önd, engifer, ávextir og ís. Hvítvín og kaffi og koníak.

Við röltum áleiðis á Næsta bar en í miðju Austurstræti vorum við  sammála um að dagur væri að kveldi komin og við værum best geymd heima hjá okkur. Enda var Gulli að vinn til klukkan 20:00 og ég hafði fjóra morgna vikunnar vaknað fyrir 06:00.

Hér hljómar dásamleg tónlis, ekki get ég kvartað undan tónlistarsmekk dætranna. Frá herbergi annarar syngur Dolly Parton bænina sína til Joline og úr hinu herberginu hljómar nýja lagið frá Coldplay í bland við gömlu lögin þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín fagra

Frábært, bara að kvitta fyrir kíkið..

Kv.Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æðislegt kvöld hjá ykkur. Seinast þegar ég fór á Næsta bar forðaði ég mér á Kaffibrennsluna þar sem systursonur minn var dyravörður og keyrði mig heim.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband