Laugardagurinn

Þetta hefur verið fínn dagur. Bryndís fór snemma og keppti í karate. Pabbi hennar fór með svo ég gat sofið dáítið lengur. Ekki var kóræfing í dag en nóg að stússast. Ég og dæturnar hættum okkur í Holtagarða en þangað hef ég ekki komið fyrr. Mig langaði að kíkja á Stubbasmiðjuna hennar Nönnu Kristínar en hann Ari minn hefur verið að módelast í auglýsinum fyrir búðina. Rauðhærður engill. Þetta er hin flottasta búð. Þarna uppgötvaði ég að Eymundsson er búið að opna og það er nú aldrei leiðinlegt að koma í bókabúð. Og þarna er bókakaffi. Mjöööööög rólegt þarna....

Ég keypti í matinn því ég á von á mömmu, mági mínum og Wincie í mat. Ég er búin að skera og steikja - með diggri hjálp dætranna - í dýrindins kjúkingasúpu og svo ætla ég að hella dálitlu hvítvíni í fólkið. Við skárum líka heilt kíló af jarðarberjum niður og blönduðum saman við bláber og það verður borið fram með rjóma sem eftirmatur.

Á morgun ætla ég að tjilla ærlega. Ég er enn þreytt eftir ferðina því ferðadagarnir voru nokkuð strembnir. Það stóð til að hafa hér íþróttadeilda partý daginn eftir að við komum heim en því var frestað fram á næsta föstudag. Þá verður hér stuð, stuð, stuð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hljómar allt saman yndislega. Kannski að maður opni hvítvínsflösku í kvöld.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband