Dresden

Það er frá svo mörgu að segja því þessi ferð var hreint út sagt stórkostleg. Mig langar aðeins að segja frá sunnudeginum síðasta, 27. apríl, en þann dag sungum við í hinni endurbyggðu Frúarkirkju.

Það var spenntur og prúðbúin hópur sem beið fyrir utan gististaðinn rétt fyrir klukkan 09:00 á fallegum sunnudegi. Þegar til kirkju kom þá tóku við æfingar og uppstillingar fyrir messuna sem byrjaði klukkan 11:00. Í messunni sungum við meðal annars Ég hef augu mín til fjallana eftir Þorkel Sigurbjörnsson (sem var í fylgdarliði kórsins) og Jesús Maríuson eftir Hjálmar Ragnarsson. Við sáum líka um að leiða söng og það var mjög gaman enda hljómur kirkjunnar hreint út sagt stórkostlegur. Alveg hárfínn endurómur.

Við höfðum deginum áður skoðað kikjuna undir leiðsögn kantorsins Matthíasar og heyrt sögu hennar og ýmislegt annað áhugavert. Þá prófuðum við líka aðeins að syngja og það var stór stund.

 Messusöngurinn gekk vel og uppúr tólf hittum við maka og önnur viðhengi og fengum okkar léttan hádegisverð.

Klukkan tvö söfnuðumst við síðan saman við inngang A - stóra stundin var að renna upp.

Næsta klukkutímann þá æfðum við dálítið, stilltum okkur upp, hituðum okkur upp og undirbjuggum okkur eins vel andlega og líkamlega og við gátum fyrir stóru stundina.

Á slaginu þrjú gegnu söngvararnir 70 á pallana og söngdagskráin hljómaði - hvert verkið tók við af öðru, allt frá Bach til Báru Grímsdóttur. Uppselt var á tónleikana strax í janúar og hlustuðu yfir 1000 manns á okkur.

Tvisvar settumst við niður, fyrst til að hlusta á prestinn og síðan spilað kantorinn Matthías stórt og mikið verk eftir Mendelson.

Tónleikunum lauk um klukkan 16:00. Síðasta verkið var fallegt Agnus Dei eftir Þóru mína Marteinsdóttur. Þegar að síðasta tóninn ómaði þá var mér allri lokið. Eftir allan þennan undirbúning, spennuna, fegurðina, dásemdina og dýrðina þá trilluðu tárin niður kinnarnar. Ég fékk klapp á bak og tissjú frá kórfélögum og jafnaði mig þegar út var komið.

Þar tóku við veraldlegar tónsmíðar bæði innlendar og erlendar og það var fjölmenni sem hlustaði á okkur í glampandi sóskini.

Það var mikið tjútt sem tók við - máski segi ég frá því seinna - en eitt get ég sagt ykkur og það er að þessi kór kann svo sannarlega að skemmta sér samanSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með tónleikana sem mér skilst að hafi verið alveg frábærir. Var með í anda allan tímann :)

 :-*

Þ. 

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta var hreint út sagt stórkostlegt allt saman. Það síðasta sem ég hvíslaði að mömmu þinni áður en við byrjuðum á Agnus Dei var "ég vildi að Þóra væri með okkur"

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 2.5.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband