23.4.2008 | 09:57
Þó fyrr hefði verið!
Það gengur ekki lengur að hægt sé að loka stærstu umferðaræðum borgarinnar og út frá henni. Þessir menn láta ekki segjast fyrr en lögreglan grípur til róttækra aðgerða.
Lögregla hótar handtökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
www.hildigunnurr.blogspot.com
Tónskald
Bloggvinir
- begga
- ibbasig
- ragnhildur
- gurrihar
- svartfugl
- isisin
- annabjo
- vitale
- attilla
- agustagust
- arogsid
- n29
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brynja
- skordalsbrynja
- sturluholl
- eythora
- freedomfries
- vglilja
- gudnim
- ghe13
- hnifurogskeid
- gudrunmagnea
- bitill
- gunnhildurvala
- gullihelga
- heidistrand
- heidathord
- helgamagg
- hemba
- limran
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- hjossi9
- gaflari
- ringarinn
- ingadagny
- jakobk
- jakobsmagg
- jensgud
- jogamagg
- nonniblogg
- jullibrjans
- karin
- konur
- krissa1
- credo
- lauola
- lindalinnet
- raggissimo
- martasmarta
- olinathorv
- palmig
- ranka
- rassgata
- siggi-hrellir
- zunzilla
- stefaniasig
- stebbifr
- kosningar
- svp
- truno
- urkir
- vertu
- eggmann
- steinibriem
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert í fínu og rólegu djobbi hjá ríkinu (þar sem þú rabbar við útvarpsfólk) og hefur því engar áhyggjur af miklum rekstrarkosnaði flutningabílstjóra, en þú ættir að sýna sóma þinn í að sýna samstöðu með þeim sem berjast fyrir rétti sínum.
Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 10:22
Ég er 100% sammála Skarfinum!
Þeir eru að berjast fyrir málstað okkar og þeirra sjálfra!!
SÝNDU SAMHUG!!!
:) takk fyrir mig!
Anna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:23
Já voða fínu og rólegu djobbi - ég hef svo sannarlega ekkert á móti mótmælum - og hef tekið þátt í þeim nokkrum gegnum tíðina.
Það eru aðferðin sem mér hugnas ekki - ekki bara það - heldur er þetta stórhættuleg mótmæli. Ég held að þeir séu bara heppnir Sturla og hinir að ekki hefur orðið alvarlegt slys og bílar í forgangsakstir þurft að komast leiðar sinnar þar sem þeir eru búnir að stöðva alla umferð.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:29
Innlitskvitt og góðar kveðjur yfir til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:32
Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Mótmæli eru ekki afsökun fyrir lögbrotum. Það er löngu orðið tímabært að lögreglan ákæri þessa menn og stöðvi þessi ítrekuðu lögbrot og vanvirðingu fyrir umferðinni í eitt skipti fyrir öll. Hversu langt mega þessir menn ganga?
Ég held að þolinmæði almenns gagnvart þessum mótmælum sé að þrotum komin. Þetta er ekkert annað en ofbeldi gagnvart almenningi og bitnar alls ekki á þeim sem að ráða í þessu landi.
Jóhann Pétur Pétursson, 23.4.2008 kl. 10:46
ef alltaf er verið að hugsa að þetta eða hitt geti skeð hugsanlega og kannski ,
þá verður aldrei almennilega mótmælt það er hættulegt að vera til.
steiner (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:46
Þú kemur á ritvöllinn sem nokkurskonar fulltrúi Umferðaráðs (stofu) , segðu mér er ráðið einhver armur út frá lögreglunni, eða eruð þið bara svona samstíga ?
Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 10:55
Nei Skarfur - ég skrifa ekki hér sem fulltrúi Umferðarstofu og hef aldrei gert. Ég er ekki fjölmiðlafulltrúi eða blaðafulltrúi eða eitthvað slíkt.
Þetta eru mínar eigin persónulegar skoðanir og eins og ég hef sagt hér áður þá er þetta mitt prívat blogg og hefur ekkert með starf mitt að gera.
Ég hef líka bloggað um hraðakstur, um aðbúnað barna í bílum o.fl.
Sem Kristín Björg - ég sjálf.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:58
Þá er það á hreinu, takk fyrir..
Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 11:04
Það er búið að reyna að tala við þá, búið að reyna að semja við þá, búið að stoppa og fá sér pylsu á grillinu hjá þeim, það gekk ekki.
Lögreglan brást hárrétt við, og vonandi koma fleiri handtökur í framhaldi af þessu ef þeir halda þessu áfram. Ekki láta plata ykkur, hátt eldsneytisverð er yfirskin til að fá almenning með sér í lið, allavega mjög lítill hluti því sem þeir eru að mótmæla, þeir eru að mótmæla fyrir sína eigin hagsmuni, hvíldartímanum og því að þeir eigi að endurnýa réttindi sín á 5 ára fresti með tilheyrandi kostnaði.
Auðvitað má mótmæla og lögreglan hefur sýnt það með að leyfa þau hingað til, ef þetta væri einhverstaðar annarstaðar á norðurlöndunum sem við erum alltaf að bera okkur saman við í einu og öllu þá væri löngu búið að fangelsa, sekta og berja menn niður ef þeir væru að hindra samgöngur.
Jóhann (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:59
Mér sýnist nú augljóst að verið er að refsa atvinnubílstjórum vegna uppákomunnar við Bessastaði í gær, sem var vandræðaleg fyrir bæði lögregluna og æðstu yfirmenn þjóðarinnar. En burt séð frá því þá er augljóst að mótmælin í morgun fóru úr böndunum en það gerðu aðgerðir lögreglu líka og kannski er spurningin hvort kom þar á undan. Lýsingar sjónarvotta bera þess augljóslega vitni að lögreglan fór fram af of mikilli hörku þarna gegn mörgum. Það er mjög slæmt þegar friðsamleg mótmæli þróast út í ofbeldi. Þetta er mjög til ógagns fyrir alla og nú verður erfiðara að ná einhverri friðsamlegri lendingu held ég. Ég er algjörlega ósammála þér Kristín með að halda að atvinnubílstjórarnir muni frekar gefa eftir núna. Ég held að harka færist í leikinn enn frekar, og það er ekki gott fyrir neinn.
Maja (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:23
Hmm, ég tek í raun ekki endilega afstöðu með eða á móti bílstjórum akkúrat núna, en skrítið að láta sér detta í hug að segja að það séu eðlileg viðbrögð hjá lögreglu að mæta með riot gear, skildi og mace brúsa (þarf enginn að segja mér að taserbyssur hefðu verið þarna ef þær væru löglegar hér), ráðast með talsvert meira offorsi að bílstjórum nú en áður, ekki lá þeim síðan á að rýma (þegar þetta er skrifað eru allir bílstjórarnir farnir, en lögregla heldur veginum enn lokuðum). Gersamlega fáránlegt, þeir voru mjög greinilega að æfa viðbrögð við alvarlegri átökum og væntanlega verður þetta einnig olía á eld þeirra sem hér vilja stofna her og/eða óeirðalögreglu.
Hreint hrikalegt, bara.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 15:01
Jóhann, fyndist þér bara allt í fína að berja menn niður? Sorrí, þar get ég bara engan veginn tekið undir!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 15:03
já og aðgerðirnar eiga væntanlega að sýna hvað kemur fyrir fólk sem ekki sýnir fullkominn undirlægjuhátt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 15:04
Það kemur fram núna eins og kom fram í mótmælunum fyrir austan að lögregla hér er ekki sérlega vön að taka á svona málum. En mikið er það fúlt að menntsæklingar sem eru að dimmitera skuli þurfa að koma að þessu með látum. Og svo eru einhverjir sem endilega þurftu að koma og kasta eggjum.
En eins og bent er á hér að ofan þá er búið að bjóða þeim í nefið, tala við þá friðsamlega og virkilega tekið á þessum bílstjórum með silkihönskum. En þetta er sjálfsagt ekki gott upp á framhaldið að gera.
Ég er að hlusta á útvarpið og sem betur fer virðist ekki neinn hafa slasast. Svo sáust víst myndir í sjónvarpinu af fólki með smábörn við mótmælin. Hvað á svoleiðislagað að þýða?
Og mikið er Halldór teiknari góður í 24 stundum í dag.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 16:17
Fyrirgefðu Skarfur hvernig er hægt að sína samstöðu með svona aðgerðum. Finnst þér virkilega í lagi að brjóta lög þegar það hentar þér?? Á ég að sýna samstöðu með mönnum sem brjóta á rétti mínum að komast áfram leiðar minnar að því að það hentar þeim að stöðva alla umferð??? Þessi menn eru fyrir löngu búnir að missa mína samúð og samstöðu og að mínu viti ekki miklar mannvitsbrekkur!! Það segir allt sem segja þarf um þá foreldra sem fara með börnin sín inn í svona aðstæður!!
Hill (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:56
Gleðilegt sumar elsku Kristín Björg mín og fjölskylda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.