Stupid is what stupid does

Svona svaraði Forrest Gump þegar hann var spurður hvort hann væri "stupid or something"

Mér datt þetta í hug þegar ég keyrði eftir Sæbrautinni á fimmtudaginn síðasta. Við ljósin rétt við Seðlabankann keyrðum við fram á hóp vélhjólamanna. Á ljósunum tóku þeir af stað svo það rauk úr óæðri enda þeirra og geystust áfram á ofsahraða.

Á föstudeginum var ég að keyra Miklubrautina vesturleið. Móts við Skeifuna sé ég mótorhjól sem ráðsaði milli akreina og fór síðan alla Miklubrautina, þar til því var beygt niður Háaleitisbrautina, á afturhjólinu einu saman.

Í gær keyrði ég Langholtsveginn á leið heim. Rétt neðan við Langholtskirkjuna tók fram úr mér á miklum hraða bílskratti  sem setti mig og aðra í mikla hættu. Ég var svo fyrir aftan þennan bíl á næstu ljósum.

Já - er það ekki - Stupid is what stupid does..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður er sko skíthræddur í umferðinni orðið. Ég óska þér til hamingju með hana dóttur þína, ég held að hún sé í sama bekk og Úlfar minn. Ég er að hugsa um að biðla til þín um bloggvináttu. Vonandi að þú takir við mér.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já Helga mín - hann Úlli er sko með henni Önnu í bekk. Það var gaman í gamladaga að dansa við hann Úlfar - hann hafði taktinn

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, hann Úlfar hefur alltaf elskað það að dansa og gerir enn.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband