14.4.2008 | 08:33
15 ára fljóð
Elsku stelpan mín hún Anna Kristín er fimmtán ára í dag.
Þessi morgun fyrir 15 árum var dásamlegur. Fyrirfram ákveðin keisari og þvílík hamingja og þvílík gleði hjá okkur foreldrum.
Stúlkan mín er falleg, há, vel vaxin og rauðhærð. Með hvíta postulínshúð og frekknótt. Ber sig vel og er glaðleg. Hugsar mikið um lífið og tilveruna og er einstaklega barngóð og natin við börn. Elskar systur sína mikið og má ekkert aumt sjá og tárast auðveldlega ef henni finnst einhver eiga erfitt. Er "glögg á fólk" eins og hún segir sjálf. Hún er dugleg á heimilinu og í náminu.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá henni. Hún á í miklum námserfiðleikum og fær talsverða einstaklingskennslu og aðlagað námsefni. Það er vel um hana hugsað í Vogaskóla. Svo hefur hún átt við félagslegt einelti að stríða og ekki alltaf átt samleið með bekkjarfélögum.
En næsta ár lýkur grunnskóla hjá henni og þá taka við spennandi tímar. Hún kemur ekki til með að taka samræmd próf en sem betur fer eru margir möguleikar í stöðunni.
Framtíðin er falleg með Önnu mér við hlið.........
Athugasemdir
Til hamingju með stúlkuna þína og vonandi á hún gleðilegan afmælisdag:)
Karin Erna Elmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:47
Til hamingju með stóru stelpuna þína hún er svo sannarlega falleg stúlkan
Auður Lísa (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:46
Til hamingju með stórkostlegu, fögru stóru stelpuna þína! Áfram Anna æði!!
Maja (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:34
Til hamingju með skvísuna!
siggahg (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:48
Til hamingju með stúlkuna fögru. Hvað árin fljúga, mér finnst svo stutt síðan við vorum að bera saman "baunirnar" okkar!
Helga (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:39
Já, tíminn líður svo sannarlega. Mér finnst svo stutt síðan að hún var lítil snót hjá mér í kór
Hún er svo sannarlega falleg og góð og innilega til hamingju með hana.
Kv.Bryndís
Bryndís Baldvins. (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:01
Takk fyrir þessar fallegu kveðjur
Já hugsaðu þér Helga hvað það er stutt síðan þær voru agnarsmáar - nei þær voru það kannski aldrei!
Ég er svoleiðis á leið að hringja í þig - afmæli og ferming og allt afstaðið hjá þér.
Svo frétti ég að Gulli og Óli hefðu kjaftað saman í síma í hálftíma um daginn........
Nú hringjumst við á fljótlega!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.