Þursaflokkurinn

Það var alveg rosalega gaman fyrir norðan um helgina og mikið húsmæðrafríSmile

Ég var allan laugardaginn í íþróttahúsinu og fylgdist með æfingu hjá krökkunum fyrir keppnina um kvöldið.

Keppnin gekk vel og vonandi sigraði sá besti. Hann er úr Verslunarskólanum.

Þursatónleikarnir byrjuðu rétt upp úr miðnætti. Það skyggði nokkuð á gleði mína að hún Mæja mín var svo lasin að hún komst ekki norður. Hún var lögð inn á föstudeginum með bráða strepptókokka sýkingu og fékk sýkla lyf í æð. Hún er sem betur fer öll að koma til. Þau hjón voru því fjarri góðu gamni.

En tónleikarnir - þvílíkir tónleikar!!!! Þeir félagar voru hreint út sagt stórkostlegir. Spilagleðin endalaust og ótrúlega gott hljóð í þessum litla kjallara sem tekur 250 manns í sæti. Og það var nokkuð spes að vera í svona mikill nálgun. Þeir spiluðu í rúma tvo og hálfan tíma og ég hreinlega sveif út.

Ég trúi ekki öðru en að þetta sé byrjunin á stórfenglegri endurkomu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi helgi var svoleiðis plönuð út í ystu æsar og ég var búin að hlakka svo mikið til! Vesenið á manni...

Majaábatavegi (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband