Umferðarskólinn

Jæja - allt að verða vitlaust!

Umferðarskólinn fer af stað með pomp og prakt á þriðjudaginn. Allir leikskólar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ og Akureyri heimsóttir í ár eins og fyrri ár.

Og núna bætast við tvö sveitarfélög því við ætlum í víking í Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. Það verður gaman að heimsækja krakka þar.

Allt er að smella saman - búin að fara yfir tæki og tól og allt á að virka, starfsfólkið yndislega í Bjarkarási er að setja blöð og löggustjörnu í umferðarskóla poka og þá erum við tilbúin!

Foreldrar varið ykkur - það er ekkert prívatlíf sem þið eigið. Við fáum að heyra allt um pabbana sem eru svoooo duglegir og sterkir að þeir geta bæði keyrt og haldið á síma, allt um ömmurnar sem segja að þetta sé svo stutt að ekki þurfi belti, allt um afana sem lofa barninu að vera í framsæti og allt um mömmurnar og varalita sig í akstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband