6.4.2008 | 11:56
Blessuð blíðan í dag
Ég, Ari, Bryndís og kötturinn Soffía röltum áðan út í Vogaturn og keyptum okkur ís. Dásamlegt lognið í Vogahverfi. Ari minn ljósið mitt gisti hér hjá okkur í nótt. Baldur lávarður Hjaltason kom og borðaði hjá okkur humarsúpu og nautasteik. Dáldið dukkið af rauðvíni eins og vera ber.
Í kvöld ætla ég í leikhús að sjá Sólarferð. Bíð mömmu minni með því Gulli pulli er að vinna. Þetta er svona leikhúsferð sem starfsmannafélag US stendur fyrir.
Ég er að spekúlera hvor ég eigi að nenna að tuskast eitthvað til í húsinu. Oft var þörf en nú er nauðsyn. En almáttugur hvað mig langar lítið í húsverk. Það er svo margt, margt, margt annað sem hægt er að gera - og það skemmtileg og uppbyggilegt. En alla vega þá verð ég að horfa á Silfrið - ekki spurning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.