3.4.2008 | 12:15
Hræðilegt slys
Hún er alvarlega slösuð stúlkan sem varð fyrir bíl á Skeiðarvoginum í gærkvöldi. Við erum alveg miður okkar því við þekkjum fjölskylduna og yngri systir súlkunnar er bekkjarsystir Bryndísar og ein af fjórmenningar klíkunni.
Ég er með tárin í augunum.
Ég talaði við Vogaskóla áðan og þar eru börnin að vonum í áfalli. Skólastjórinn er búin að tala við nemendurna og nú kemur að okkur foreldrum að hjálpa þeim að komast í gegnum þessa raun. Eldri stelpan okkar fór út í gærkvöldi og kom heim alveg í sjokki.
Athugasemdir
Æi - hvað það er leiðinlegt að heyra að þetta skyldi vera svona alvarlegt. Ég fann fréttina um þetta á MBL og mér finnst einhvern veginn á fréttinni að þeir hafi ekki fengið réttar upplýsingar um alvarleika slyssins miðað við það sem þú segir. Vonandi jafnar hún sig samt að fullu. Það er ótrúlegt hvað fólk getur náð sér eftir alvarleg slys. Hlýjar kveðjur til þín og annarra sem eiga erfitt vegna þessa hræðilega slyss
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:31
Hræðilegt að heyra. Það var með mig eins og Önnu, ég sá ekki af fréttinni að þetta væri svona alvarlegt.
Bestu kveðjur.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.