Stolið blogg

Þessu stal ég frá vinkonu minni www.kriss1.blog.is

En heimsmálin eru yfirleitt leyst á Mánagötu 12.  Ekkert vantar upp á það...

Bríet: Mamma- er Jesú nýdáinn?

Ég: Nei, nei- það er mjög langt síðan hann dó

Bríet: Nú, en af hverju var þá verið að flagga í hálfa stöng fyrir honum um daginn?

Ég: Það er bara alltaf gert um páskana

Bríet: Hvernig var Jesús á litinn

Ég: Uuu. Það eru nú örugglega skiptar skoðanir á því

Bríet: Hvítur, eins og við?

Ég: Kannski. Kannski halda þeir sem eru fæddir í Kína- eins og Dagbjört Lee að hann hafi verið eins á litinn og þau

Bríet: Já, og krakkarnir í Afríku halda kannski að hann hafi verið svartur eins og þau

Ég: Já, einmitt!

Bríet: Æi, segjum bara að hann hafi verið húðlitaður!

...já er það ekki bara fín lending!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ooohhh, mikið er gaman þegar einhver stelur bloggfærslu frá manni, það er upphefð!

Annars var ég svo staðráðin í þvi að koma við á gamla vinnustaðnum mínum- Umferðarstofu á leið minni í borg óttans á föstudaginn. En nei! Fer hvergi,er með skæða inflúensu, kinnholusýkingu og lungnabólgu. Ligg á mínum óþerra í austrinu um helgina...það gengur bara betur næst!+

Kv Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband