2.4.2008 | 15:01
Stolið blogg
Þessu stal ég frá vinkonu minni www.kriss1.blog.is
En heimsmálin eru yfirleitt leyst á Mánagötu 12. Ekkert vantar upp á það...
Bríet: Mamma- er Jesú nýdáinn?
Ég: Nei, nei- það er mjög langt síðan hann dó
Bríet: Nú, en af hverju var þá verið að flagga í hálfa stöng fyrir honum um daginn?
Ég: Það er bara alltaf gert um páskana
Bríet: Hvernig var Jesús á litinn
Ég: Uuu. Það eru nú örugglega skiptar skoðanir á því
Bríet: Hvítur, eins og við?
Ég: Kannski. Kannski halda þeir sem eru fæddir í Kína- eins og Dagbjört Lee að hann hafi verið eins á litinn og þau
Bríet: Já, og krakkarnir í Afríku halda kannski að hann hafi verið svartur eins og þau
Ég: Já, einmitt!
Bríet: Æi, segjum bara að hann hafi verið húðlitaður!
...já er það ekki bara fín lending!
Athugasemdir
Ooohhh, mikið er gaman þegar einhver stelur bloggfærslu frá manni, það er upphefð!
Annars var ég svo staðráðin í þvi að koma við á gamla vinnustaðnum mínum- Umferðarstofu á leið minni í borg óttans á föstudaginn. En nei! Fer hvergi,er með skæða inflúensu, kinnholusýkingu og lungnabólgu. Ligg á mínum óþerra í austrinu um helgina...það gengur bara betur næst!+
Kv Krissa
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.