30.3.2008 | 17:41
Helgin.......
Arshátíð Dómkórsins var gær og mikið stuð og fjör. Heimatilbún skemmtiatriði og alles. Iðnó er frábært lókal til árshátíðar. Við hjón fórum heim svona um miðnættið enda ég enn slöpp og Gulli að veikjast. Við erum heldru eitthvað til lítils í dag enda bæði lasin.
Ari minn er þó hér á meðan pabbi hans horfir á fótbolta. Mamman á Akureyri að leika í Dobbelduch.
Ég skellti í vöfflur og þeytti rjóma og hóaði í mömmu til að fá sér kaffi og með því á sunnudegi. Dáltið notaleg stemning hér þrátt fyrir slappleka og lasleika. Kvöldinu verður eytt við sjónvarpsgláp.
En vöflurnar sem ég bakaði eru frábærar!!!! Uppskrift frá föðurbróður mínum, bakarameistaranum á Siglufirði hér forðum.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast. Það var ekki slæmt að sitja hjá þér og Gulla. Látið ykkur batna. shg biður að heilsa.
Eyþór Árnason, 30.3.2008 kl. 23:19
Sæl mín elskulega.
Takk fyrir að leyfa Aralingnum að koma í heimsókn um helgina.
Ég bið kærlega að heilsa öllum.
Kv.
Maja
Maja (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:25
Takk sömuleiðis Eyþór! Mikið var gaman að vera með ykkur hjónum á árshátíðinni. Og hugsaðu þér - við eigum mörg, mörg svona kvöld framundan í Dresden.
Og takk Maja mín fyrir að lána okkur Ara! Hann talaði mikið og margt og tilkynnti meðal annars: Mér þykir ekki krydd gott - bara salt.
Og í miðri kúkableyju á baðgólfinu þá spurði hann hátt og snjallt. Kristín Björg, hvar átt þú heima?
Svo át hann vöflur, drakk mjólk og var ljós í húsi......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.3.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.