27.3.2008 | 16:06
ER
Ég þakka ljúfar og góðar kveðjur mér til handa í hor og hósta. Þetta er allt að koma..
Ég hef aldrei farið leynt með aðdáun mína á Bráðavaktinni - ER- enda hef ég aðeins misst af tveim þáttum á undanförunum 14 árum. Í London um daginn keypti ég síðan 1. seríuna alla og hvílíkur unaður á að horfa
Það hafa margar skemmtilegar týpur komið við sögu í áranna rás en svakalega er gaman að rifja upp kynni af þeim sem ruddu brautina; Carter, Benton, Green, Hataway, Lewis og Ross. Og ég man enn senur eftir öll þessi ár. Mundi t.d. áðan að strákur sem kom inn með fótbrot reyndist síðan vera með beinkrabba.
Þessir þættir voru líka tímamóta verk hvað varðar hraða, klippingu og hvernig myndavélum var beitt.
Ég man hvað þetta þótti hratt klippt og margir áttu erfitt með að halda þræði. En eitt get ég sagt ykkur; þetta þætti frekar hægt í dag.
Ég er hálfnuð með seríuna og ætla að horfa á nokkraþætti til viðbótar í dag......
Athugasemdir
Almáttugur, ég verð enn betri vinkona þín núna en áður! Ég held að ég hafi misst (kannski) af einum. Annars verð ég að monta mig, ég á allan Matador, keypti hann í Kaupmannahöfn í haust. Hvernig væri að hafa einhvern tíma stelpukvöld, my place og your place?
Helga (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:40
Gott að heyra að þú sért að komast úr pestarveseninu. Ég hef því miður ekki fylgst með bráðavaktinni svo ég er alveg blanko á þeim enda. En mikið rosalega langaði mig að hringja í þig í kvöld vegna umferðarvaktar eða þannig. Lestu endilega bloggfærlsuna frá mér í frá því í kvöld. Þú hefur svo góða og sannfærandi rödd á morgnana þegar þú ert að lýsa umferðinnig og ýmsum aðstæðum á vegum úti en ég hringdi einmitt á Rás 2 og þeir sögðu ekki frá nema 1/10 af því sem hefði þurft að koma fram og vantaði ansi mikið upp á sannfæringarkraftinn. En ég vona að aðstæður verði betri í fyrramálið á Suðurlandsvegi og í Þrengslum. Góðan bata kæra vinkona.
Sigurlaug B. Gröndal, 27.3.2008 kl. 21:51
Oooohhh, Dr Ross...
...hann læknar öll mein, jafnvel íslenska flensu!
Knús***Krissa
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.