Góðir páskar/veikinda páskar

Vorum í kósíheitum í Grímsnesinu um páskana - en ég var bara ekki alveg frísk. Þetta var byrjað á fimmtudag - föstudag og á laugardagsmorgni vaknaði ég með rakvélarblað í hálsinum og hósta. Á páskadag var kominn heill pakki af rakvélarblöðum í hálsinn og hósinn enn verri. Í gær, á annnan dag páska, lagðist ég og ligg enn. Hálsinn er þokkalegur en ég hósta lifur og lungum, það lekur úr augum og nösum, kinnholurnar eru fullar og ég get ekkert annað en legið fyrir og dormað. Ég talaði við hjúkrunarfræðing í morgun og hélt að þar sem ég er á 4. - 5. degi í veikindum þá færi þetta að verða búið. Hún sagði að oft tæki þetta vikuna, eða lengur. En ég er bjartsýn á að ég nái þessu úr mér næstu daga. En þið megið alveg vorkenna mér.....

Þetta voru semsagt rólegheita páskar með súkkulaði áti og öðru áti. Mamma kom á pásakdag og gisti eina nótt. Þann dag skiptum við liði - maður og bróðir voru eftir í bústað og fengu kærkomna hvíld frá kvennamasi, við mamma fórum í messu í Skálholti og stelpur í sund á Borg. Allir nokkuð glaðir. Svo var bara hangið, lesið, spilað yatsi, farið í pott, borðað, lesið upp úr simaskrá og eitthvað sötrað af guðaveigum. Það er dálítið fyndið þegar 5 - 6 manns eru á 45 fermetrum. Það verða allir að láta sér falla og samræðurnar verða einhvernveginn fyndnar og oft á tíðum bullkendar. Ekki hægt að fara á náðir netsins - rétt svo hægt að fara inn í herbergi og lesa en þá heyrir maður allt sem fram fer.

Nú ætla ég sem sagt að láta þessari bloggfærslu lokið og velta mér upp í sófa og horfa á eitthvað gáfulegt af CD diski.........hóst, hóst, snítt, klæjað í eyru, (stelpur - viljið koma með vatnsglas handa mömmu!!)

Ég er svooooooo sexí í dag eins og alla aðra daga...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu þér batna mín kæra!

Maja (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ææ, það er nú ekki gott að heyra, láttu þér batna væna!

En já- erum við ekki alltaf sexí, allavega ef við hugsum jákvætt...

Kveðja Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Láttu þér nú batna, ljúfan mín. Þessi pestavertíð æltar að verða mörgum erfið. Vonandi er þetta að verða búið.  Er ekki tími þá á heitt gott te, smá koníak, sængina og svo góð bók?

Sigurlaug B. Gröndal, 25.3.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Æj, en leiðinlegt að heyra. Láttu þér nú batna, það er svo leiðinlegt að vera svona veikur. Með bestu kveðju..

Karin Erna Elmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:58

6 identicon

Æiiii veikindi eru leiðinleg en farðu vel með þig þá batnar þér fyrr.

Kveðja Auður Lísa

Auður Lísa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:54

7 Smámynd: Brynja skordal

já skil þig með þessa 45 fermetra getur verið skondið oft á tíðum og allir una vel við sitt Með ósk um góðan bata til þín

Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 00:14

8 Smámynd: Jens Guð

  Það á alltaf að fagna kvefi,  flensu og hálsbólgu.  Svona smávægilegar pestir halda varnarkerfi líkamans í þjálfum og styrkja það.  Sjúklingurinn slappar af og fær góða kvíld.  Allir verða glaðir þegar pestin er á brott.  Og það er gaman að vera glaður. 

Jens Guð, 27.3.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband