19.3.2008 | 10:26
19. mars
Í dag er afmælisdagur elsku pabba míns sem hefði orðið 91 árs í dag. Hann var fæddur á Siglufirði 1917 sonur Hannesar Jónassonar bóksala og skálds og Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur húsmóður. Systkini hans vour Hallfríður, Jónída, Steindór og Jóhann.
Pabbi var tvíkvæntur - fyrri kona hans var Hulda Samúelsdóttir. Ekki áttu þau barn saman en pabbi hafði eignast Gunnar Jens 1938. Gunnar er ókvæntur og barnlaus og býr á Sambýlinu Hlíðarvegi 2 á Siglufirði.
Pabbi og mamma - Kristín Pálsdóttir - kynntust í London þar sem hann starfaði sem söngvari og hún sem sendiráðsritari. Mamma er dóttir Páls Þórarinssonar sjómanns og Jensínu Sæunnar Jensdóttur húsmóður. Þau bjuggu lengi í Hnífsdal og þar ólst mamma upp. Seinna sá afi um rafstöð Ísfirðinga.
Pabbi og mamma gengu í hjónaband 16. janúar 1954 og þau eignuðust þrjú börn sem eru:
Páll, almannatengill, kvæntur er Rögnu Pálsdóttur skrifstofumanni hjá TR. Þau eiga börnin Unni Rögnu f. 1984 og Sverri Örn f. 1992.
Kristín Björg er fræðslufulltrúi, skráningarfulltrúi og húsmóðir. Hún er gift Gunnlaugi Þór Pálssyni, dagskrárgerðarmanni á RÚV. Þeirra dætur eru Anna Kristín f. 1993 og Bryndís Sæunn Sigríður f. 1995.
Yngstur er Hannes, kennari og skrifstofustjóri hjá KÍ. Dætur hans af fyrra hjónabandi eru Gunnhildur Vala, f. 1987, Valgerður Anna f. 1992 og Agnes Nína f. 1995. Sambýliskona Hannesar er Sigrún Harðardóttir kennari og starfsmaður KÍ. Dætur Sigrúnar eru Helga f. 1988 og Nína f. 1990
Pabbi dó 3. febrúar 1999.
Athugasemdir
Var alveg búin að gleyma að Gunnar væri bróðir þinn, við vorum miklir vinir á mínum Siglufjarðarárum.
gleðilega páska mín kæra
kv díana
díana (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:10
Til hamingju með daginn elskuleg :-*
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:07
til lukku með daginn blessuð sé minning hans Gleðilega páska og hafðu það gott
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:20
Gleðilega páskahátíð elsku Kristín,Gulli og dætur
og bestu páskakveðjur til Sigga
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.