Þessi dásamlegi hvunndagur!

Komin heim í heiðardalin og glöð með það.

Gulli fór strax í vinnu eftir heimkomu í gær - það er stór skákupptaka hjá honum í dag.

Ég fór heim og knúsaði og kyssti Önnu Kristínu og dró fram Lundúnar góssið. Allt passaði og var virkilega flott á stelpunni.

Klukkan 18:00 byrjaði danssýning hjá Bryndísi í Borgarleikhúsinu og hún þetta var mjög metnaðarfull sýning. Milli sýninga  hittum við snúlluna og hún fékk sinn skammt af knúsi og klappi og kossum frá mömmu og pabba.

Ég fór á læknavaktina með Önnu því hún hefur haft mikinn verk í ristinni. Eina sem læknirinn gat ráðlagt var að hlífa fætinum meira. Keyptum hækju.

Í morgun var gaman að vakna með stelpunum og rassakastast með þeim á baðinu. Þær fóru í nýjum fötum í skólann og voru svooooooo yndislegar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband