2.3.2008 | 18:22
Hormónaflæði
Hér hafa unglingsstúlkur haft aðsetur um helgina. Fjórar stúlkur á 13. aldursári.
Bryndís og vinkonur hennar hafa verið saman síðan 16:00 á föstudag. Þá gistu þær hjá einni úr hópnum og í gær var skipt um samastað og hér var gist í nótt. Og farangurinn sem fylgdi stúlkunum var ekkert lítið.
Það var rosalega gaman að hafa þær. Þær tjilluðu, gláptu á sjónvarp, puntuðu sig og átu snakk. Og lýstu því yfir að þetta ætti að vera strákalaus helgi. Ég var mjög ánægð með að þær sögðu ekki karlmannslaus helgi. Samt voru nú nokku skólabræður komnir á tröppurnar i morgun og einhver símtöl fóru á milli.
Mamma þeirrar sem þær gistu hjá fyrri nóttina hringi hingað í gærkvöldi og við skemmtum okkur vel yfir uppátækum stúlkanna. Hún bauð fram hjálp ef hormónaflæðið yrði óviðráðanlegt.
Þær enduðu siðan tvegga sólahringa samveru með því að fara í Kringluna. Mikið varð hljótt og rólegt i húsinu. Gulli og bróðir í kjallaranum fóru í Ikea og Anna Kristín með. Ég var ein heima með helgarblöðin og þvottavélina. Þvílík dýrð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.