22.2.2008 | 11:45
Hér er allt að verða vitlaust!
Í dag er svuntudagur á Umferðarstofu. Allir taka til á sínum vinnusvæðum og skrifstofum og skúra, skrúbba og bóna.
Til að gera þetta skemmtilegt er þemadagur. Hver hæð valdi sér þema og svo er samkeppni um hvaða hæð er flottust.
Við á annari hæð erum með heimsþema. Hjá mér og samstarfskonu minni minnir allt á Bretland. Svo má finna hér Mexíkó, Kína, Danmörk, Rússland, Noreg, Frakkland, Kúbu og GTMO. Við erum búnar að útvega okkur te og After eight. Svo er ég með gríðarlega flotta drykkjarkönnu sem var keypt fyrir mig þegar Charles og Camilla gitu sig. Hún er meira að segja raritet því að dagsetningin á henni er dagurinn þegar fresta þurfti brúðkaupinu vegna dauða páfa.
Fyrsta hæðin er með sólstranda-þema og þriðja hæðin er með svefn-þema - líklegast svona út af 15 mínútna auglýsinga herferðinni okkar. Ég held að allir verði þar á náttfötum síðdegis.
Eftir vinnu er svo djamm og djús.........
Athugasemdir
Og allir á leigubílum heim! Það dugar sko ekki að sofa korter eftir djamm (vissuð þið þetta kannski, þarna á Umferðarstofu??)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.2.2008 kl. 16:24
Have fun, my dear
Systa (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:29
Bestu kveðjur og skemmtið ykkur sem allra best
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:44
Skemmtilega til fundið hjá ykkur! Það er alltaf gaman að breyta til og brjóta upp mynstrið. Þið hefðuð átt að fá Gula gúmmíhanskagengið hjá Dr. Spock til að halda uppi fjörinu. Þeir hefðu tekið sig vel út.
Sigurlaug B. Gröndal, 24.2.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.