14.2.2008 | 10:43
Forsetakosningarnar.....
Hvernig hugsa kjósendur í USA?
Við áttum langar og miklar samræður á laugardagskvöldið þegar Baldur Hjalta var hjá okkur í mat. Hann ferðast geysilega mikið og les erlend blöð ákaft. Svo er hún Linda konan hans og vinkona okkar frá Texas og svört á hörund. Saman eiga þau Bjarna Mikael sem er að verða 22ja ára og svo ættleiddu þau Veroniku Sólrúnu frá Tælandi. Hún er á 13. ári. Semsagt ansi litskrúðug fjölskylda og frábært fólk. Linda og Veronika búa í Kaliforníu yfir vetrartímann.
Baldur var hræddastur um að þegar meðalmaðurinn í Bandaríkjunum stendur í kjörklefa í haust og getur valið um svartan mann/konu vs. hvítan karlmann - þá springi þeir á limminu og exi við það þekkta - hvítan karlmann.
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.2.2008 kl. 13:51
Ég held að það sé mikið til í þessu hjá honum Baldri. Ég er hrædd um að fólk í BNA sé ekki komið á þann stað að velja Obama, ungan, tiltölulega óreyndan pólitíkus og þar að auki þeldökkan (sem BTW er algjörlega áður óþekktur möguleiki í stöðunni) fram yfir tiltölulega frjálslyndan repúblíkana, gamla stríðshetju og hvítan að auki.
Annars eins og þú veist líklega er ég Hillary-kona. Ég held að hún myndi frekar hafa McCain þó að skoðanakannanir í dag segi annað.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:04
Ah já mjög góð pæling hjá honum Baldri og nokkuð viss um að þetta sé rétt en ég myndi kjósa obama en maður spyr að leikslokum allt getur gerst í henni ameríku
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.