14.2.2008 | 10:43
Forsetakosningarnar.....
Hvernig hugsa kjósendur í USA?
Við áttum langar og miklar samræður á laugardagskvöldið þegar Baldur Hjalta var hjá okkur í mat. Hann ferðast geysilega mikið og les erlend blöð ákaft. Svo er hún Linda konan hans og vinkona okkar frá Texas og svört á hörund. Saman eiga þau Bjarna Mikael sem er að verða 22ja ára og svo ættleiddu þau Veroniku Sólrúnu frá Tælandi. Hún er á 13. ári. Semsagt ansi litskrúðug fjölskylda og frábært fólk. Linda og Veronika búa í Kaliforníu yfir vetrartímann.
Baldur var hræddastur um að þegar meðalmaðurinn í Bandaríkjunum stendur í kjörklefa í haust og getur valið um svartan mann/konu vs. hvítan karlmann - þá springi þeir á limminu og exi við það þekkta - hvítan karlmann.
Athugasemdir
Það er fátt annað skemmtilegra en að eiga góðar samræður við hann Baldur frænda,hann er eins og þú segir afar fróðleiksfús maður og heldur umræðum vel á lofti,og það er mjög gaman og gott að vera í návíst hansMér þykir alveg óendanlega vænt um hann og hans fjölskylduSvo ég fari úr einu í annað, er að ein umræða sem við Bjarni frændi áttum saman fyrir mörgum árum,hann var á unglingaskeiðinu, flottur og myndar drengur,að frænkunni fannst(og finnst)ég spurði hann hvort að stelpurnar væru nú ekki bara í biðröð á eftir honum og vildu verða kærustur hansþví ég sagði ef ég væri ekki frænka hans,þá vildi ég eiga svona sætan og góðan kærasta,en hann sagði við mig,Linda frænka,stelpur vilja ekki brúna strákaþeir eru ekki taldir flottir.því miður,ég hef líka upplifað fordóma í garð Lindu mágkonu mömmu,fyrir mörgum árum og ég finn fyrir skömm,í garð fólks sem heldur að það sé yfir aðra hafin og að hvíti maðurinn sé betri manneskja en þau lituðu.Þetta er reyndar mín skoðun og ég er og get ekki annað en verið stoltari yfir því hve fjölskyldan mín er glæsileg með þessa glæsilegu svörtu konu hans Baldurs sem ég elska og virði,innanborðs og er ég enn ríkari að hafa fengið Bjarna og Veroniku með.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.2.2008 kl. 13:51
Ég held að það sé mikið til í þessu hjá honum Baldri. Ég er hrædd um að fólk í BNA sé ekki komið á þann stað að velja Obama, ungan, tiltölulega óreyndan pólitíkus og þar að auki þeldökkan (sem BTW er algjörlega áður óþekktur möguleiki í stöðunni) fram yfir tiltölulega frjálslyndan repúblíkana, gamla stríðshetju og hvítan að auki.
Annars eins og þú veist líklega er ég Hillary-kona. Ég held að hún myndi frekar hafa McCain þó að skoðanakannanir í dag segi annað.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:04
Ah já mjög góð pæling hjá honum Baldri og nokkuð viss um að þetta sé rétt en ég myndi kjósa obama en maður spyr að leikslokum allt getur gerst í henni ameríku
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.