10.2.2008 | 17:18
Íslenskan
Ég kíkti á heimanámið hjá þeirri yngir. Þetta er svona verkefnabók í íslensku sem heitir Skrudda.
Eitt af verkefnunum sem hún leysti var að finna samheiti ákveðinna orða.
Hún átti að finna samheiti yfir "hýr". Samkynhneigður skrifaði hún - ég var ánægð með það
Framan á Fréttablaðinu stendur "Vilhjálmur er að meta stöðu sína"
Á þetta ekki að vera "Vilhjálmur metur stöðu sína"?
Ég sakna pistla Njarðar P. Njarðvík úr Fréttablaðinu. Þeir voru oft mjög skemmtilegir.
Athugasemdir
tjah, samsetningin - er að -á alveg rétt á sér þar sem hún á við. Svo sem þarna. Er bara þvílíkt ofnotuð.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:34
urrg, hvernig væri að færa sig af helv... moggablogginu yfir á almennilegt venue? Pirrar auglýsingin þig ekkert? Blogspot og Wordpress eru góð...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.