10.2.2008 | 17:14
Helgin
Hún byrjaði vel með skemmtilegum Gettu betur þætti og mexíkóskum kjúkling í kvöldmat.
Laugardagurinn var svona stúss dagur. Kóræfing stóð til klukkan 13:30 og þá brugðum við mæðgur okkur í Hagkaup, BT, Sólheimasafnið og Sorpu. Síðan rak ég inn nefið hjá mömmu sem var að lakka hjá á sér neglurnar fyrir matarboð hjá Hannesi bróður mínum.
Saltkjötið og baunirnar hjá máginum voru voru sérlega, sérlega gómsætar.
Mikið naut ég þess í morgun um 10:00 að sitja ein í ró og næði, borða morgunmat og lesa blöðin.
Eftir Silfur Egils þá tók ég mér tusku í hönd og hef svona verið að káfa í kring um mig.
Ari er hjá okkur í smá passi meðan mamman er í leikhúsi.
Kvöldið bíður - Glæpurinn verður sífellt meir og meir spennand þó svo að ég hafi vitað strax í 2. þætti hver morðinginn er. Ég hef staðst freistinguna að fara á danskar vefsíður og fá staðfestingu á grun mínum. Svo veit Siggi Helga samstarfsmaður minn hvernig þessu líkur en ég læt ekki freistast.
Annars er ég frekar fyrir það að falla fyrir freistingum en standast þær.
Athugasemdir
Góð og notarleg helgi hjá þér Kristín. Sunnudagsmorgnar í ró og næði með kaffibolla og dagblað, klikkar ekki. Hlusta svo á sunnudagsmessuna (ég er svo hrikalega gamaldags) en sem meðlimur í kirkjukórum í áratugi er þetta fastur liður. Manst þú eftir því Kristín ,hvernig var að fá sér göngutúr á sunnudagsmorgni hér í den og ekki sála úti, algjör ró og maður heyrði aðeins fuglasönginn í görðunum og svo undir hádegi kirkjuklukkurnar. Þetta voru yndislegir morgnar. Það var áður en bílafloti landsmanna þúsundfaldaðist. Það er allaf eitthvað svo yndsilegt við sunnudagmorgna.
Sigurlaug B. Gröndal, 10.2.2008 kl. 22:24
bannað að kjafta
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:35
Sigurlaug - ég hlusta sko oft á messu - ef ég er ekki að syngja sjálf niðrí Dómkirkju. Ég fór líka oft með stelpurnar mínar litlar í göngutúr á sunnudagsmorgnum - það var notalegt og pabbinn fékk að sofa og svo voru vaktaskipti þegar heim var komið.
Ég kjafta ekki Hildigunnur........
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 11.2.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.