Myndir

Í eymd og aumingja skap mínum í vikunni gat ég ekki lesið og rúllaði á milli rúmsins og sjónvarpssófans.

Ég horfði á nokkrar góðar myndir: Forrest Gump get ég horft á aftur og aftur. Ég horfði líka á Babel í annað sinn. Mikið lifandi, ósköp og skelfing er ég hrifin af þessum leikstjóra Alejandro González Iñárritu. Ég varð alveg rosalega hrifin af Amores Perros og svo fylgid 21 grams í kjölfarið.

Ég á þessar þrjár myndi ár DVD en get bara horft á Amores Perros í tölvunni því ég pantaði hana að utan og ekkert af tækjum heimilisins vill viðurkenna hana.

Ég elska svona myndir sem hafa paralell söguþráð.

Svo horfði ég á Sicko Michaels Moore og hafði gaman af. Þetta er náttúrulega pjúra áróðursmynd enda gefur hann sig út fyrir að gera slíkar myndir en ekki heimilda myndir.

Ég gat nú ekki annað en hlegið af því sem tekið er á Kúbu. Hann gerir í raun grín að Bandaríkjunum og Kúpu í þeim skets því auðvitað er ekki mörg sjúkrahús á Kúbu vel búin. Enda hvílir viðskiptabannið ógurlega yfir þeim.

En varðandi vanefndir tryggingafélga gagnvart skjólstæðingum sínum þá trúi ég þeim hluta fullkomlega.

Ég þekki mann - virtan háskólaprófessor - sem býr í Minnesota. Hann er tryggður í bak og fyrir og með allt sitt á hreinu enda er það eitt af því sem kemur fram í samningum hans.

Þegar hann svo lenti í minniháttar hjartaáfalli fyrir nokkrum misserum þá var "allt" borgað - nema sumt. Hann stóð uppi með nokkur þúsund DOLLARA  reikning frá sjúkrahúsum og læknum eftir veikindin.

Hvernig ætli það sé að vera læknir hjá tryggingafélagi og hafa það sem starf að draga þarfir skjólstæðinga í efa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:21

2 identicon

Ekki vildi ég vera í því starfi, ég hef alltof sterka réttlætiskennd til að geta þrifist í slíku (réttlætiskenndin myndi örugglega alltaf liggja sjúklingamegin).

BTW: Myndin Babel er, af seinnitíma myndum, sú mynd sem hefur haft einna mest áhrif á mig. Ég fór með Pálma og bróður mínum að sjá hana í bíó og við ætluðum ekki að geta komið okkur út úr bíóinu þegar hún var búin, vildum bara helst fá að halda áfram að taka inn, ræða og pæla, handritið, leikinn, kvikmyndatökuna, það er allt flott við þessa mynd.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband